Tónleikar helgarinnar 27. – 29. nóvember 2014

 

Fimmtudagur 27. nóvember

Órafmagnaðir tónleikar á Hlemmur Square hefjast klukkan 20:00. Þar koma fram tónlistarmennirnir Slowsteps, Sveinn Guðmundsson, Kjartan Arnald & Unnur Sara. Aðgangur er ókeypis.

Rósa Guðrún Sveinsdóttir sem gaf út sína fyrstu sólóplötu í október heldur tónleika á Rósenberg. Skúli mennski mun byrja kvöldið og taka nokkur lög. Skúli er að leggja lokahönd á sína fimmtu sólóplötu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00.

Einar Indra, Soffía Björg og (Sea) koma fram í Mengi. Dagskráin hefst klukkan 21:00 með (Sea), Soffía Björg byrjar klukkan 21:40 og Einar Indra klukkan 22:20. Það kostar 2000 kr inn.

 

 

Föstudagur 28. nóvember

Bandaríska hljómsveitin Sun Kil Moon kemur fram á tónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Hljómsveitin er hugarfóstur söngvarans og gítarleikarans Mark Kozelek sem áður hafði gert garðinn frægan með hljómsveit sinni Red House Painters. Ásamt honum stíga nokkrir heimsfrægir listamenn á svið þetta kvöld og mynda Sun Kil Moon. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og enn er hægt að næla sér í miða á midi.is á 5900 kr.

H Catalyst verður með klukkutíma af iðnaðar- tilraunakenndri tónlist í Mengi. Tónleikarnir nefast Kristur á Krossinum Live og hefjast klukkan 21 en það kostar 2000 kr inn.

Ghostigital, Pink Street Boys & Kælan Mikla koma fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00.

 

 

Laugardagur 29. nóvember

Útgáfu safnplötunnar Fyrir Gaza fagnað á Kex Hostel. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 16:00. Fram koma; sóley, Cell7 og Uni Stefson.

Í danssýningunni „Atlantic“ í Mengi hlýða áhorfendur í fyrsta sinn á tónleika af hljómplötunni „Atlantic“ með hljómsveitinni Sun Ra, flutta af danshöfundinum Juli Reinartz. „Atlantic“ veltir upp spurningum um hlutverk söngvarans á þessum tónleikum sem aldrei áttu sér stað, hlutverk andans, líkamans og hreyfiafl áhorfenda. “Atlantic” er hluti af röð verka sem rannsaka líkamlega nálgun tónleika formatsins. Miðaverð er 2000 krónur og hefst sýningin klukkan 21:00.

Jónas Sig og Ritvélar framtíðarinnar koma fram á skemmtistaðnum Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og það kostar 2000 kr. inn.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *