Fimmtudagur 22. október
Hin breska tónlistarkona Chloé Raunet eða C.A.R. kemur fram ásamt Alex Cameron frá Ástralíu og Indriða á Paloma. Það er frítt inn og tónleikarnir hefjast klukkan 20:00
Samúel Jón Samúelsson Big Band kemur fram í Gamla Bíó. Miðaverð er 2900 standandi (niðri) 3900 sitjandi (uppi) og byrja tónleikarnir klukka 21:00
GravelRoad fry Seattle halda tónleika á Dillon. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.
Grúska Babúska, Harpa, ÍRiS og Dísa Bláskjár hita upp fyrir Airwaves með tónleikum á Gauknum. Hús opnar kl. 20.30, og tónleikar hefjast stundvíslega kl. 21.00, frítt inn.
Kanadíski tónlistarmaðurinn David Celia heldur sína fyrstu tónleika á Íslandi á KEX Hostel. Aðgangseyrir er kr. 1.000 og tónleikarnir byrja kl. 21:00.
Skelkur í Bringu & Godchilla koma fram á Húrra. 1.000 kr inn og tónleikarnir byrja kl. 21:00.
Föstudagur 23. október
Jón Ólafsson & Futuregrapher halda útgáfutónleika fyrir plötu sína Eitt í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar við Laugarnestanga. Einnig koma fram á tónleikunum listamennirnir Elin Ey og Murya. Miðaverð er 2900 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00
Elín Helena, Mercy Buckets og Betty The Shark (FR/USA) spila á Bar 11! Tónleikarnir byrja klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.
Fox Train Safari og DALÍ halda tónleika á Dillon. Tónleikarnir byrja kl. 22 og það er frítt inn
Laugardagur 24. október
Babies flokkurinn mun spila á Húrra frá klukkan 11:30. Það er ókeypis inn og talið verður talið í freyðandi góðan setlista sem ætlaður er hinum dansþyrstu.