Tónleikar helgarinnar 17.-19. desember

 

Fimmtudagur 17. desember

 

Á Húrra koma Teitur Magnússon og DJ Flugvél og geimskip fram á viðburðinum Einn / Þriðji. Verkefnið er þríleikur þar sem teflt er saman hönnun, mynd- og tónlist. Veislan verður á Húrra og munu Music Reach sjá um að streyma tónleikunum til þeirra sem ná ekki úr sófanum. Þau fyrstu til leiks eru dj. Flugvél og Geimskip og Teitur Magnússon, en þau munu að þessu tilefni splæsa í lag saman sem frumflutt verður þetta kvöld. Miðaverð er 1500 krónur á tix.is eða 2000 krónur við hurð og leikar hefjast klukkan 20:00.

 

Tónlistarmaðurinn Stafrænn Hákon kemur fram á Stofunni. Ókeypis inn og byrjar líklega um 9 leitið.

 

Föstudagur 18. desember

 

Kiasmos og M-Band slá upp heljarinnar raftónlistarveislu á Húrra. Miðaverð er 2000 krónur og ballið byrjar 21:00.

 

Tónlistarmennirnir Jón Þór og Helgi Valur blása til tónleika og hátíðarfagnaðar á Dillon. Það verður ókeypis inn á fögnuðinn sem hefst 21:00.

 

Markús & The Diversion Sessions blása til tónleika af stærri gerðinni á Kex Hostel. Spila flest lögin af nýútkominni plötu, The Truth The Love The Life, ásamt fleiri lögum, gömlum og nýjum. Miðaverð er 1000 krónur í forsölu en 1500 við hurð, salurinn opnar 20:30 og tónleikar hefjast á slaginu 21:00.

 

Laugardagur 19. desember

 

Á Húrra verða heljarinnar jólatónleikar þar sem fram koma Vagina Boys, DJ Flugvél og Geimskip, og Shades of Reykjavík. Miða er hægt að nálgast á tix.is eða við hurð og kosta þeir 1500 krónur en tónleikarnir byrja klukkan 21:00.

 

Stórtónleikar með GusGus, Gísla Pálma, Úlf Úlf og Sturla Atlas verða í Gamla Bíói. Miðaverð er 4900 krónur og tónleikarnir standa yfir frá 21:00 til 02:00.

 

Sóley og Pétur Ben koma fram á Kex Hostel. Miðaverð er 2000 krónur í forsölu en 2500 við hurð og tónleikarnir byrja stundvíslega 21:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *