Fimmtudagur 11. desember
Hljómsveitin Árstíðir kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukka 20:00 og það kostar 1500 kr inn.
Föstudagur 12. desember
Berndsen heldur útgáfutónleika á Húrra. Miðaverð er 1500 kr og húsið opnar 21:00.
Tónlistarmaðurinn Jesus Fucking Christ frá Noregi kemur fram á Dillon ásamt AMFJ og Laser Life. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.
Laugardagur 13. desember
Sveinn Guðmundsson heldur tónleika klukkan 17:00 í Jógasal Ljósheima á fjórðu hæð Borgartúns 3. Sveinn mun leika lög af plötu sinni „Fyrir herra Spock, MacGyver og mig“ í bland við ný lög. Það er frítt inn.
Nordic Events standa að vetrarpartý í Hafnarhúsi Listasafns Reykjavíkur. Aðal númer kvöldsins eru Claptone frá Þýskalandi, ásamt þeim koma fram Wildkats frá Skotlandi og Sísí Ey. Húsið opnar klukkan 1:00 og það kostar 4900 kr inn.
Fyrrum söngvari hljómsveitarinnar Stranglers, Hugh Cornwell, kemur fram á Gamla Gauknum. Ásamt honum koma fram Pétur Ben, Hljómsveit Smutty Smiffs, 302, ásamt nokkrum rokkabillý og pönk plötusnúðum. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 3500 kr. inn.
Tónlistarmaðurinn Kött Grá Pje kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr inn.
Ghostigital ásamt Finnboga Péturssyni koma fram undir forskriftinni “Teygjanlegur Sannleikur” í Mengi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr. inn.