Fimmtudagur 6. ágúst
Agent Fresco halda hlustunarpartí fyrir plötuna Destrier í Bíó Paradís. Fögnuðurinn stendur yfir frá 19:00 í kvöld og það er frítt inn.
Marks And The Diversion Session koma fram á Loft Hostel í Bankastræti. Um upphitun sjá þeir Marteinn Sindri Jónsson og Daníel Friðrik Böðvarsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það er ókeypis inn.
Þeir Teitur Magnússon og James Wallace koma fram í Mengi við Óðinsgötu. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
Tonik Ensemble fagnar útgáfu breiðskífunnar “Snapshots” sem kom út fyrr á árinu með tónleikum á Húrra. Einnig kemur fram hljómsveitin Asonat, sem er skipuð þeim Jónasi Þór Guðmundssyni, Fannari Ásgeirssyni og Olenu Simon. Tónleikarnir hefjast á slaginu 22:00 og það kostar 1000 kr inn.
Föstudagur 7. ágúst
Tónlistarmennirnir Jón Þór og Helgi Valur spila á Bar 11. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 og það er ókeypis inn.
Úlfur Hanson spilar á tónleikum í Mengi við Óðinsgötu. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
Laugardagur 8. ágúst.
Mosi Musik heldur party í portinu á Prikinu til að fagna nýju plötunni sem var að koma út. Árituð eintök verða gefin. Átrúnaðargoðin ætla að hita upp og Jake Tries mun sjá um ljúfa tóna á staðnum. Partýið byrjar kl. 16.00
Hljómsveitin Low Roar kemur fersk úr tónleikaferðalagi um Bandaríkin og kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.