Tónleikahelgin 4.-7. júní

Miðvikudagur 4. júní

Tónlistarmaðurinn Helgi Valur stendur fyrir tónleikum á Húrra fyrir þá sem hafa stutt hann í söfnun fyrir útgáfu á hans næstu plötu sem kemur m.a. út á vínil. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 með því að Low Roar stígur á stokk og syngur gullfallega. Síðan mun Helgi Valur spila lög af óútkominni plötu í bland við gömul lög ásamt nokkrum rapplögum. Þetta eru fyrstu tónleikarnir sem Helgi Valur heldur í 3 ár og því er þetta frábært tækifæri fyrir fólk sem er búið að sakna þess að sjá hann koma fram. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn en gestir eru hvattir til að styðja við söfnunina sem lýkur á miðnætti í kvöld.

 

Hljómsveitin Throat & Chest kemur fram í fyrsta skipti í Mengi en hana skipa listamennirnir Peter Liversidge, Hildigunnur Birgisdóttir, Huginn Þór Arason og Benedikt H. Hermannsson. Búast má við mörgum litum, óvæntum hljóðum og mikilli gleði en tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Bandaríska harðkjarnabandið Full of Hell kemur fram á Gauk á Stöng ásamt Icarus, We Made God, MASS, Trust The Lies og Pink Street Boys. Fyrsta band fer á svið 19:30 og aðgangseyrir er 1000 krónur.

 

Fimmtudagur 5. júní

 

Hljómsveitirnar Casio Fatso, Caterpillarman og MC Bjór og Bland koma fram á Gauk á Stöng. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og það er ókeypis inn.

 

Þungmálmasveitirnar Angist og Blood Feud bregða á tónleik á Dillon. Hann hefst klukkan 22:00 og aðgangseyrir er enginn.

 

Föstudagur 6. júní

Döpur, Skelkur í bringu og Harry Knuckles koma fram á tónleikum á Dillon. Fjörið hefst klukkan 22:00 og það er frítt inn.

 

Laugardagur 7. júní

 

Íslensk/kandíska hljómsveitin Myndra heldur útgáfutónleika fyrir plötu sína, Songs From Your Collarbone, í Norræna húsinu. Upptökuferlið tók um tvö ár í Kanada en sveitin hefur undanfarið túrað um Ísland til að kynna afurðina. Á tónleikunum njóta þeir aðstoðar nokkurra vina til þess að stækka hljóðheiminn og í tilkynningu segir að þetta gætu verið síðustu tónleikar sveitarinnar fyrir fullt og allt. Tónleikarnir byrja klukkan 20:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Mikil hljómsveit mætir á Café Rosenberg laugardagskvöldið 7. júní og aðstoðar Skúla mennska við flutning á hans allra hressustu og vinsælustu lögum. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og miðaverð er 2000 kr í forsölu í síma 8613553 eða 2500 kr við dyrnar.

 

RVK Soundsystem ásamt vinum hita upp fyrir stærstu reggítónlistarhátíð Evrópu, Rototom Sunsplash á Spáni, á Gauk á Stöng. Hátíðin hefur verið haldin í 20 ár og hafa helstu og merkustu reggílistamenn heimsins komið þar fram. Í upphitunarpartýinu á Gauknum koma fram Ojba Rasta, Amaba Dama, Thizone, T.Y. & Djásnið, Skinny T. Þá leika plötusnúðar RVK Soundsystem fyrir dansi en þeim til halds og trausts á míkrafóninum verða Cell7, Kött Grá Pé og Bragi úr Johnny and the Rest. Reggíveislan hefst 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *