Miðvikudagur 23. mars
Hinn margrómaði raftónlistarmaður og plötusnúður Lovebirds kemur fram á efrihæð Palóma. Ásamt honum koma Formaðurinn og KrBear fram en það kostar 2000 kr inn.
Söngvarinn og lagahöfundurinn Chris Cornell, flytur tónlist af öllum ferlinum og nýju plötunni sinni, Higher Truth, í Eldborgarsal Hörpu klukkan 20:00 í kvöld.
Verðsvæði eru sem hér segir:
Úrvalssæti: 14.990 kr.
Verðsvæði 1: 12.990 kr.
Verðsvæði 2: 9.990 kr.
Verðsvæði 3: 7.990 kr.
Lily of the Valley, Johnny & The Rest & Mosi Musik halda tónleika á Húrra. Það kostar 1000 kr inn og hefjast tónleikarnir klukkan 20:00
Hljómsveitin Stafrænn Hákon hefur nú gefið út sína 9. breiðskífu. Af því tilefni mun sveitin efna til útgáfutónleika í Tjarnarbíó kl. 21:00 og fagna útgáfu breiðskífunnar. Aðgangseyrir er 2.500 kr.
Hljómsveitin Vök kemur fram ásamt þýska bandin Vsitor á Kex Hostel klukkan 21:00. Það er ókeypis inn.
Kristín Anna Valtýsdóttir kemur fram í Mengi klukkan 21:00. Það kostar 2000 kr inn.
Fimmtudagur 24. mars
Hljómsveitin Dauðyflin heldur upp á útgáfu nýrrar kassettu á Dillon. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og ásamt þeim koma fram: Kælan Mikla, World Narcosis og Grafir. Það er frítt inn.
Laugardagur 26. mars
FM Belfast og Emmsjé Gauti bjóða í partí á Húrra. Húsið opnar klukkan 21.00. Emmsjé byrjar og FM klárar! Það kostar 2000 kr inn.
Sunnudagur 27. mars
Par-Ðar og Lucy in Blue koma fram á Hurra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 1500 kr inn.