Tónleikahelgin 20.-21. febrúar

Föstudagur 21. Febrúar

 

Hin knáa diskósveit Boogie Trouble leikur á Loft Hostel klukkan 21:30 og aðgangur er ókeypis.

 

Hljómsveitin Greyhound spilar á Dillon, byrja 22:00 og aðgangur er ókeypis.

 

Icelandic Sound Company kemur fram í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 og sjóið byrjar 21:00.

 

Laugardagur 22. Febrúar

 

Götutímaritið Grapevine stendur fyrir tónleikum á Húrra sem verða þeir fyrstu í tónleikaseríu sem ritið hyggst halda. Á þessu fyrsta kvöldi koma fram Prins Póló og Páll Ívan frá Eiðum og Óli Dóri mun þeyta skífum. Inngöngugjald er 2000 krónur og veislan hefst 22:00.

 

Good Moon Deer og Futuregrapher koma fram á tónleikum í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Moses Hightower leikur á tónleikum og Hermigervill og Ívar Pétur verða með dj-sett á Loft Hostel. Leikar hefjast 20:30 og aðgangur er ókeypis.

 

Skúli Mennski treður upp á Rósenberg ásamt hljómsveit. Spilagleðin byrjar 22:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Fimmtugasta fastakvöld RVK Soundsystem verður haldið á efri hæðinni á Paloma. Plötusnúðar RVK munu spila reggí, döbb og dancehall alla nóttina en þeir byrja á miðnætti og aðgangur er ókeypis.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *