Fimmtudagur 19. desember
Brother Grass, Adda og Bellastop spila í Lucky Records. Tónleikarnir hefjast klukkan 18:00.
Una Sveinbjarnardóttir konsertmeistari Kammersveitar Reykjavíkur heldur tónleika í Mengi klukkan 21:00. Una er að leggja lokahönd á upptökur eigin verka ásamt hljóðlistamanninum Paul Evans
Tonik, M-Band og Good Moon Deer slá upp tónleikaveislu á Harlem. Hús opnar kl. 21:00 og hefst leikur kl. 22:00 stundvíslega en aðgangseyrir er 1.000 kr.
Föstudagur 20. desember
Tónlistarmaðurinn Úlfur mun koma fram á tónleikum í Mengi klukkan 21:00
Steed Lord tónleikar á Harlem. Húsið opnar kl 21:00 með dj setti frá Steed Lord og tónleikarnir byrja síðan um kl 23:00. Miðaverð er 2500 kr. miðasala fer fram á midi.is
Jólatónleikar X977 fara fram í Austurbæ klukkan 20:00. Fram koma: Drangar, Leaves, Ojba Rasta,Vök, Kaleo, Mammút,1860, Skepna, Grísalappalísa, Þröstur uppá Heiðar og Pétur Ben.
Miðaverð er 1977 krónur og rennur óskipt í minningarsjóð Lofts Gunnarssonar sem vinnur að því að bæta hag útigangsmanna í Reykjavík. Miðasala er hafin á midi.is og kostar 1977 kr inn.
Útgáfutónleikar Johnny And The Rest vegna plötunnar Wolves In The Night verða haldnir í Tjarnarbíó klukkan 20:00, Smári Tarfur sér um upphitun og miðaverð er 2000 krónur.
Laugardagur 21. desember
Biggi Hilmar, Sóley og Pétur Ben ásamt hljómsveit halda tónleika í Tjarnarbíó klukkan 20:00, þar sem þau flytja glænýtt, óútkomið efni í bland við eldra, ásamt því að frumflytja jólalag sem þau sömdu nýverið saman. Miðaverð er 2.500 kr og er miðasala hafin á midi.is
Eiríkur Orri Ólafsson trompetleikari kemur fram á tónleikum í Mengi klukkan 21:00.
Drangar munu halda síðustu tónleika sína fyrir jól í Félagsheimilinu á Seltjarnarnesi kl. 20:00. Miðaverð er 2000 kr. og er hægt að nálgast miða á drangar.is
Hið árlega Jólaplögg Record Records verður haldið hátíðlegt á Gamla Gauknum og Harlem í ár. Um er að ræða einskonar mini-festival þar sem tónleikagestir geta valið á milli tveggja sviða eða flakkað á milli. Minna sviðið er á Harlem þar sem koma fram Ojba Rasta, Lay Low, Vök og Hymnalaya en stærra sviðið er á Gamla Gauknum þar sem Mammút, Leaves, Moses Hightower og skemmtaraútgáfa af Botnleðju munu koma fram. Miðaverði er haldið í algjöru lágmarki og er aðeins 2700 kr. í forsölu! Miðinn gildir á báða staði! Miðasala er hafin á midi.is
GAMLI GAUKURINN
21:00 Snorri Helgason
22:00 Moses Hightower
23:00 Leaves
00:00 Botnleðja (skemmtaraútgáfa)
01:00 MAMMÚT
HARLEM
21:30 Hymnalaya
22:30 Vök
23:30 Lay Low
00:30 Ojba Rasta