Tónleikahelgin 19.-21. júní

Fimmtudagur 19. júní

Félag Allskonar Listamanna og kvenna (FALK) heldur tónleika í Mengi. Fram kemur Eric Boros frá Kanada en um upphitun sjá FALKlimirnir Krakkkbot og AMFJ. Húsið opnar klukkan 21:00 og er aðgangseyrir 2000 krónur

Magnús Leifur og Sveinn Guðmundsson verða með Tónleika á Loft Hostel sem hefjast 20:30 og þar er ókeypis inn.

Skelkur í bringu, Pink Street Boys og Panos From Komodo halda heimsklassa rokktónleika á Dillon. Rokkið hefst 21:00 og aðgangur er ókeypis.

Föstudagur 20. júní

Tónlistarhátíðin Secret Solstice hefst í Laugardalnum en á föstudagskvöldinu kemur meðal annars fram húsbræðurnir í Disclosure ásamt fjölda annarra listamanna.

Hljómsveitin Low Roar mun koma fram á Dillon en þetta verða síðustu tónleikar þeirra áður en þeir fara í langt tónleikaferðalag. Aðgangseyrir er 500 krónur og gleðin hefst 22:00.

Hljómsveitin Mandólín kemur fram í Mengi. Mandólín er íslensk hljómsveit sem flytur hefðbundna tónlist úr hinum jiddíska menningarheimi. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Laugardagur 21. júní

Skóglápssveitin Oyama mun rokka húsið á Dillon á slaginu 22:00. Aðgangseyrir er litlar 500 krónur.

Skúli Sverrisson og Óskar Guðjónsson leiða saman hesta sína á tónleikum í Mengi. Þeir hefja leik klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

Secret Solstice hátíðin er í fullum gangi en stærsta númerið á laugardagskvöldinu eru Trip Hop kempurnar í Massive Attack.

Sunnudagur 22. júní

Síðasti dagur Secret Solstice hátíðarinnar en á sunnudagskvöldinu kemur meðal annars fram bandaríski rapparinn Schoolboy Q.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *