Tónleikahelgin 11.-13. júní

Fimmtudagur 11. júní

 

Sóley fagnar útkomu plötunnar Ask the Deep með útgáfutónleikum í Fríkirkjunni í Reykjavík. Húsið opnar 20:00, tónleikarnir hefjast halftime síðar og aðgangseyrir er 2500 krónur.

 

Magnús Tryggvason Elíassen leiðir hóp slagverksleikara í spunastund í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og byrjar 21:00.

 

Stærðfræði harðkjarnasveitin In The Company Of Men spilar á Dillon. Ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Föstudagur 12. Júní

 

Það verður garðpartý á Hverfisgötu 88. Ojba Rasta og Sturla Atlas koma fram.

 

TV Smith sem var í bresku pönksveitinn Adverts spilar á Dillon og Caterpillarmen hita upp. Ókeypis inn og byrjar 22:00.

 

Hollenska proggsveitin Focus leikur í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónleikarnir byrja klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 8900 krónur.

 

Jo Berger Myhri og Óbó spila í Mengi. Byrja 21:00 og kostar 2000 inn.

 

Laugardagur 13. júní

 

Straumur stendur fyrir sýningu á heimildarmyndinni Finding Fela í Bíó Paradís klukkan 20:00. Myndin fjallar um lífshlaup afróbít frumkvöðulsins Fela Kuti en að sýningu lokinni mun hljómsveitin Bangoura Band leika afróbít fyrir dansi.

 

Snorri Ásmundsson verður með tónleika/gjörningakvöld í Mengi. Byrjar 21:00 og aðgangseyrir 2000.

 

Reggísveitin Barr spilar á Dillon, byrjar 22:00 og ókeypis inn.

 

Breiðholtfestival fer fram í breiðholti yfir daginn frá 13:00-22:00. Það má finna allt um það hér.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *