Fimmtudagur 10. apríl
Kammersveit Hallvarðs Ásgeirssonar kemur fram í Mengi við Óðinsgötu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það kostar 2000 kr inn.
Bugun, Drulla og Pungsig koma fram á Dillon. Það er frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00
Á Gamla Gauknum heldur hátíðin Gerum upp Gaukinn áfram með rapp og hipp hopp kvöldi þar sem Reykjavíkurdætur, Cryptochrome, Cesar A, Lamako og MC Bjór og Bland koma fram. Festivalpassi kostar 5000 kr en stök kvöld 1500 kr. Húsið opnar 21:00
Föstudagur 11. apríl
Belgíska hljómsveitin Augures kemur fram í Lucky Records klukkan 16:15
Sin Fang tónleikar í Mengi við Óðinsgötu. Miðaverð er 2000 kr og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00
Hljómsveitirnar Elín Helena, Morgan Kane og Pungsig leiða saman hesta sína með tónleikum á Dillon. Frítt inn og hefjast leikar klukkan 21:35
Canis og Trust The Lies halda tónleika á Dillon. Það er frítt inn og hefjast tónleikarnir klukkan 21:00
Á Gamla Gauknum heldur hátíðin Gerum upp Gaukinn áfram með þunkarokks kvöldi þar sem Darknote, Wistaria, Endless Dark, Bootlegs, Angist og Muck koma fram. Húsið opnar 21:00
Laugardagur 12. apríl
Á Gamla Gauknum fer fram lokakvöld hátíðarinnar Gerum upp Gaukinn með með tónleikum frá Nolo, Kviku, Johnny and the rest og kimono. Húsið opnar 21:00
Belgíska hljómsveitin Augures kemur fram ásamt Godchilla og Pyrodulia á Harlem. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00
Blúshátíð í Reykjavík hefst kl. 14 á Skólavörðustígnum með böski frá fremstu blúsurum landsins. Landslið blúsara böska frá kirkju og niðurúr. Tónleikar á Borgarbókasafni kl 16. Urmull óvæntra atriða alla hátíðadagana en hátíðin stendur til 17. apríl.