Tónlistarkonan Sóley Stefánsdóttir, betur þekkt sem Sóley sendir frá sér nýja breiðskífa ásamt hljómsveit sinni á næsta ári, en í millitíðinni hefur hún ákveðið að senda frá sér stuttskífuna Krómantík sem kemur út á vegum þýska útgáfufyrirtækisins Morr Music á heimsvísu í dag. Krómantik kemur bæði út á geisladisk og tíu tommu vínilplötu og fylgir báðum útgáfum átta blaðsíðan fallegur myndskreyttur bæklingur með nótnablöðum. Á Krómantik er að finna átta píanóverka sem mörg hver voru upprunalega samin fyrir önnur verkefni eða hafa komið fram sem styttri píanókaflar í öðrum tónverkum sem Sóley hefur komið að.
Til að fagna útgáfunni mun Sóley ásamt hljómsveit sinni koma fram á tónleikum í Mengi við Óðinsgötu 2, þann 31 júlí næstkomandi.