Síðbúinn sumarsmellur frá Holy Ghost

 

Diskódúettinn Holy Ghost hefur sent frá sér lagið „Okay“ sem mun verða að finna á væntanlegri plötu þeirra sem kemur út 10. September undir titlinum Dynamics. Nick Millahiser og Alex Frankel eru mennirnir á bakvið baneitraða danstóna Holy Ghost og hafa þeir áður gefið út eina sjálftitlaða plötu árið 2011 sem unnin var í samstarfi við James Murphy úr LCD Soundsystem. Ekki er laust við að drengirnir séu enn undir áhrifum lærimeistarans og svipar „Okay“ óneitanlega til lagsins „I Can Change“ með síðargreindu bandi.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *