Nýtt lag með Vampire Weekend

Indípoppsveitin Vampire Weekend var að senda frá sér nýtt lag rétt í þessu. Lagið heitir Ya Hey og er af væntanlegri plötu þeirra, Modern Vampires of the City, sem kemur út þann 13. maí. Í myndbandinu má sjá hljómsveitina sprauta úr kampavínsflöskum eins og þeir hafi unnið Formúlu 1 hundarð sinnum. Myndbandið má horfa á hér fyrir neðan og hlusta á lögin Diane Young og Step sem einnig eru á væntanlegri plötu.


Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *