Fyrsta stóra plata Azealia Banks – Broke With Expensive Taste hefur verið lengi í bígerð. Samkvæmt Banks mun platan innihalda 16 lög – þar á meðal smellinn 212. Hún hefur einnig skýrt frá því að Pharrell Williams og þrír aðrir gestasöngvarar verði á plötunni og að hún sé 80% tilbúin. Fyrr í dag “lak” útvarpsupptaka af laginu Atm Jam þar sem Williams kemur fram með henni á netið. Hlustið á það hér fyrir neðan.