Tónlistarmaðurinn Jón Gabríel Lorange var að senda frá sér sína þriðju plötu undir listamannsnafninu The Suburban Spaceman (TSS). Platan heitir Moods og fylgir á eftir plötunni Glimpse Of Everything sem kom út fyrir tveim árum síðan. Moods er uppfull af stórskemmtilegum lagasmíðum sem eru drifnar áfram af skemmtilega “crooners”-legum söng á köflum, sérstaklega í fyrsta laginu hinu frábæra Sometimes. Platan er undir sterkum áhrifum frá jaðartónlist níunda áratug síðustu aldar og minnir einnig stundum á ögn dramatískari Mac DeMarco.
Platan inniheldur níu lög sem voru samin, flutt og tekin upp af Jóni í Antwerpen og Reykjavík síðastliðið ár.