Hljóðgervlapopp-sveitin Antimony var að senda frá sér myndband við lagið Derelicte í leikstjórn Helga Péturs Hannessonar. Hljómsveitin sem skipuð er þeim Rex Beckett, Sigurði Angantýssyni og Birgir Sigurjóni Birgissyni var tilkynnt í dag ásamt Sigur Rós til þess að spila á Citadel Festival í London í júní. Fyrsta plata Antimony Wild Life kemur svo út á svipuðum tíma.
Texti lagsins, Derelicte sem samin var af Rex og sungin bæði af henni og Birgir á ensku og frönsku, fjallar í stuttu máli um þá einangrun og einmannaleika sem fylgir því að flytja í nýja borg en Rex flutti til Reykjavíkur frá Montreal árið 2009.
mynd: Ryan Ruth