Annað kvöld mun bandaríska hip-hop hljómsveitin The Welfare Poets halda tónleika á Gamla Gauknum í Reykjavík. Tónleikarnir hefjast Kl 22:00 en auk The Welfare Poets koma fram; Ghostigital, Art Of Listening, RVK Soundsystem og 7berg. Aðgangseyrir er 2000 kr.
The Welfare Poets á rætur sínar að rekja til Puerto Rico og Cornell háskólans í New York þar sem hljómsveitin byrjaði. Meðlimir hljómsveitarinnar hafa í um fimmtán ár verið ötulir talsmenn gegn kúgun, mismunun og ójafnrétti í heiminum með tónlist sinni. Þeir hafa dvalið hér á landi síðan snemma í desember og komið fram á fyrirlestrum, staðið fyrir vinnusmiðjum og tekið þátt í umræðum um mannréttindi flóttafólks hér á landi. Hér fyrir neðan er hægt að sjá brot af tónleikum The Welfare Poets í New York haustið 2009.