The Cloak OX getur talist sem eins konar súpergrúbba þó flestir kannist eflaust ekki við alla meðlimi bandsins. Það eru þeir Andrew Broder (Fog og Why?), Martin Dosh (Fog og Andrew Bird), Mark Erickson (Fog,Dosh og Why?) og Jeremy Ylvisaker (Andrew Bird) sem mynda hljómsveitna og mun hún gefa út sína fyrstu breiðskífu Shoot the Dog þann 17. September. Þetta mun þó ekki vera fyrsta efnið sem sveitin sendir frá sér því fyrir tveimur árum kom frá þeim EP-platan Prisen . Aðillar úr ýmsum áttum munu koma að gerð væntanlegrar plötu m.a. meðlimir Tv on the Radio og Bon Iver.
Fyrsta lagið af Shoot the Dog er komið út og ber það titilinn „Pigeon Lung“ og inniheldur hrá gítar riff, beinskeittan texta og draugalegt yfirbragð.