Áströlsku sýru rokkararnir í Tame Impala gefa út sína aðra plötu þann 5. október næstkomandi. Platan sem heitir Lonerism fylgir á eftir hinni frábæru Innerspeaker sem kom út árið 2010. Líkt og með þá plötu var Lonerism tekin upp af Keven Parker söngvara og lagahöfund sveitarinnar. Parker byrjaði að semja lögin á plötunni næstum um leið og frumburðurinn kom út og var hún að mestu samin og tekin upp á flakki um heiminn á meðan að hljómsveitin kynnti Innerspeaker. Hlustið á þrjú lög af plötunni hér fyrir neðan
Be Above It
Endors Toi
Why Won’t They Talk To Me