Skynörvandi myndband frá Tame Impalia

Ástralska sýrurokksveitin Tame Impalia gaf í gær út myndband við lagið Feels like we only go backwards. Lagið er af annarri plötu sveitarinnar, Lonerism, sem kom út í síðasta mánuði og er ein af bestu plötum ársins. Myndbandið er feikilega litríkt  og skynörvandi og minnir mikið á LSD-drifna sækadelíu sjöunda áratugarins eins og tónlist sveitarinnar. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.

TAME IMPALA- Feels Like We Only Go Backwards from Becky & Joe on Vimeo.

Önnur plata Tame Impala

Áströlsku sýru rokkararnir í Tame Impala gefa út sína aðra plötu þann 5. október næstkomandi. Platan sem heitir Lonerism fylgir á eftir hinni frábæru Innerspeaker sem kom út árið 2010. Líkt og með þá plötu var Lonerism tekin upp af Keven Parker söngvara og lagahöfund sveitarinnar. Parker byrjaði að semja lögin á plötunni næstum um leið og frumburðurinn kom út og var hún að mestu samin og tekin upp á flakki um heiminn á meðan að hljómsveitin kynnti Innerspeaker.  Hlustið á þrjú lög af plötunni hér fyrir neðan

Be Above It

      1. Be Above It

Endors Toi

      2. Endors Toi

Why Won’t They Talk To Me

      3. Why Won't They Talk To Me_