Straumur 1. september 2025

Nýjar plötur frá Ástu, Skepta & Fred again.. og Earl Sweatshirt í Straumi í kvöld, auk þess sem spiluð verða ný lög frá Blood Orange, Haich Ber Na, Kojey Radical og fleirum.  Straumur með Óla Dóra á slaginu 22:00 á X-inu 977!

1. Ástarlag fyrir vélmenni – Ásta  

2. Afmæli – Ásta

3. Berglind – Ásta

4. Blokkarbarn (ft. ZAAR) –  Ásta

5. Wagabajama – Straff 

6. Born Under Punches (The Heat Goes On) (Extended Version) – Kenny Dope (ft. Roisín Murphy)

7. The One (Feat. Jocelyn Brown) (HAAi Remix) – Chloé Caillet, Luke Alessi 

8. Last 1s Left  –  Skepta, Fred again..

9. Back 2 Back  –  Skepta, Fred again..

10. Run – Flight Facilities  

11. My Love  – Hannah Jadagu  

12. All I Need – Haich Ber Na  

13. Vivid Light  – Blood Orange  

14. Gamma (need the ♥)  – Earl Sweatshirt  

15. Live – Earl Sweatshirt  

16. Expensive (feat. Plant Giza) – Kojey Radical  

17. Draumkvæði – Línus Orri

Straumur 4. júlí 2016

Í Straumi í kvöld verður fjallað um væntanlegar plötur frá Metronomy og Blood Orange, auk þess sem skoðað verður nýtt efni frá Tycho, Skepta, Trentemöller, Hoops og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Back Together – Metronomy
2) Hang Me Out to Dry (ft. Robyn) – Metronomy
3) Night Owl – Metronomy
4) Division – Tycho
5) Cool 2 – Hoops
6) Shut Up Kiss Me – Angel Olsen
7) Coming Soon (ft. Makonnen & Céon) – Skepta
8) River In Me – Trentemøller
9) Best to You – Blood Orange
10) Squash Squash – Blood Orange
11) Better Than Me – Blood Orange
12) Take Me Higher (ft. Jake Page) – araabMUZIK
13) A.M. (ft. Mavati) – araabMUZIK
14) Alright – Young Summer

Erlent á Airwaves – Meðmæli Straums

 

Þar sem að 17. Iceland Airwaves hátíðin er rétt handan við hornið mun Straumur í aðdraganda hátíðarinnar vekja athygli á þeim listamönnum og hljómsveitum sem okkur þykir verðskulda lof og áhorf. Í þessari fyrstu grein af mörgum verður tæpt á fimm erlendum:

 

H09909

 

Tilraunakennt hip hop með grófri sandpappírsáferð í anda sveita eins og Death Grips og clipping. H09909 koma fram á sérstöku straums-kvöldi á Nasa á föstudeginum og stíga á stokk 1:20 eftir miðnætti. Við bæði mælum með, og vörum við hljóð- og myndefninu hér fyrir neðan.

 

QT

 

QT er í fararbroddi hinnar svokölluðu PC-Music stefnu. Tónlistin er eins og avant garde útúrsnúningur á Aqua og Whigfield. Helíumraddir, sykursætt popp og Hello Kitty sett í gegnum hakkavél þannig út kemur stórfurðurlegt stafrænt kjötfars. Hey QT er nokkurs konar flaggskip senunnar en á það má hlýða hér fyrir neðan. QT kemur fram á Nasa klukkan 22:50 á laugardagskvöldinu.

 

Skepta

 

Breskur Grime-rappari með tækni á lager og karisma í tunnuvís. Skepta stígur á stokk í Listasafni Reykjavíkur á miðnætti á föstudagskvöldinu.

 

Battles

 

Hnífnákvæmt stærðfræðirokk á hæsta mögulega hljóðstyrk. Sá þá 2007 og hljóðhimnurnar eru ennþá að jafna sig. Spila í Silfurbergssal Hörpu klukkan 23:50 á laugardagskvöldinu.

 

Ariel Pink

 

Ariel Pink hefur um árabil verið í miklu uppáhaldi hjá ritstjórn Straums fyrir fádæma hugmyndaauðgi og firnasterkar jaðarpoppsmíðar sínar. Það var löngu tímabært að loftöldurnar fleyttu honum á Íslandsstrendur. Ariel Pink spilar í Silfurbergssal Hörpu klukkan 01:00 eftir miðnætti á föstudagskvöldinu.