Hljómsveitin One Week Wonder frumsýndu myndbandið Mars í Bíó Paradís síðasta þriðjudagskvöld. Lagið fjallar um mann sem langar til að öðlast ódauðlega frægð og komast í sögubækurnar. Hann vill fara til mars þó hann það muni kosta hann lífið. Hann lendir síðan vitlausu meginn á plánetunni og þarf að dvelja þar til eilífðar en hann er sáttur með að setja mark sitt á veröldina. Myndbandið fjallar hinsvegar um mann sem vinnur á bókasafni og er með geimblæti á háustigi og dreymir að komast til Mars og hann er búinn að leggja nokkurn undirbúning í það.