CPH:DOX heimildarmyndar hátíðin hófst formlega fyrir helgi og tónleikar með Californíska experemental hiphop þríeykinu ”Death Grips” frá Sacramento léku þar stóran þátt. Sveitin sem stofnuð var í lok desember árið 2010 samanstendur af söngvaranum Stefan”Mc Ride”Burnett og pródúsentateyminu Andy”Flatlander”Morin (hljómborð/sampler) og Zach Hill(trommur). Zach Hill þessi hefur getið af sér gott orð sem trommuleikari í hinum og þessum projectum þ.á.m ”Nervous Cop” með Greg Saunier(Deerhoof), “El Grupo Nuevo De Omar Rodriguez Lopez” með Omar Rodriguez Lopez(The Mars Volta, At The Drive In) og ”ONIBABA” með Mike Patton (Faith No More, Mr.Bungle, Fantómas ofl.).
Death Grips hafa útgefið tvennar plötur það sem af er þessu ári ”The Money Store” sem út kom um miðjan apríl sl á vegum ”Epic Records” útgáfufyrirtækisins, og sú seinni ”No Love Deep Web” láku þeir sjálfir út á internetið sökum ágreinings við ”Epic Records”, en album coverið hefur fengið mjög umdeild viðbrögð hjá tónlistarspekúlöntum víðsvegar um heiminn. Að lokum ber einnig að nefna að sveitin hefur áður remix-að tvö lög Bjarkar Guðmundsdóttur í ”Biophilia Remix Series” en það eru lögin ”Thunderbolt” og ”Sacrifice”.
Þetta hrekkjavöku kvöld er ”Mc Ride” málaður eins og frontmaður afrísks kult’s frekar en hljómsveitar, íklæddur loðpelsi og leðurbuxum. Loðpelsinn fauk af strax í fyrsta lagi við mikinn fögnuð viðstaddra. Óhefðbundin uppsetning á trommusetti Zach Hill sem og trommuleikur hans er engum öðrum líkur, undirritaður man ekki eftir öðrum eins barningum. Tónleikarnir einkennast af þungum barningum bassatrommunar sem og lágtjúnuðum tom-toms í bland, og það sést langar leiðir að Zach þessi er sjálflærður þar sem hann sýnir trommunum enga miskun, trommustíllinn er engu að síður óaðfinnanlegur. Lagaval þessarar Californísku sveitar samanstóð af nokkrum af þeirra þekktustu lögum, þar ber helst að nefna; Guillotine, The Fever(AyeAye) og Beware en Beware lag þetta kom út á mixtape-i sem sveitin sendi frá sér í Apríl 2011 og hefur verið í miklu uppáhaldi hjá undirrituðum síðan. Þetta voru einungis 12 laga tónleikar og lifðu í rétt rúmar 45 mínútur, en þeir félagar fá stórt hrós fyrir að það kom aldrei dauður punktur á meðan tónleikunum stóð, það var aldrei bil á milli laga, Mc Ride talaði aldrei við áhorfendur og Zach Hill stoppaði aldrei bassatrommuna, keyrslan var þvílík. Andy ”Flatlander” Morin steig aldrei á svið þetta hrekkjavökukvöld, en undirritaður þykist vita að ”Flatlander” þessi hafi leynst þarna á bakvið og stýrt þessu balli með dáleiðandi sampli í bland við taktfastar trommur Zach Hill.
Þrátt fyrir stutta og laga fáa tónleika áttaði undirritaður sig fljótt á því að hann gekk fullmettur út af einstaklega vel útfærðu setti sem margar hljómsveitir mættu taka sér til fyrirmyndar, ”Less is Often More”. CPH:DOX festival var sparkað í gang af öllu afli og Death Grips er hljómsveit sem ég hlakka hvað einna mest til að heyra meira frá í náinni framtíð.
Undirritaður,
Hjalti H. Jónsson
Kaupmannahöfn