Bird by Snow hefur Evróputúr á Faktorý

Bandaríski folk-tónlistarmaðurinn Bird by Snow mun hefja tónleikaferðalag sitt um Evrópu með því að troða upp á Faktorý næsta laugardagskvöld. Hann spilar lágstemmda þjóðlagatónlist og hefur verið líkt við listamenn á borð við Mount Eerie og Karl Blau. Á tónleikunum koma einnig fram kammerpoppsveitin Útidúr sem hyggjast gefa út EP plötu í vor, lo-fi skrýtipopp sveitin Just Another Snake Cult og spunakenndi rafdúettinn Good Moon Deer. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og aðgangseyrir er 500 krónur.