Hljómsveitinn Starwalker hefur nú gefið út sitt fyrsta lag sem nefnist Bad Weather. Starwalker er dúett Barða Jóhannssonar sem oft er kenndur við Bang Gang og J.B. Dunckel sem er best þekktur sem annar helmingur frönsku hljómsveitarinnar Air. Báðir eru þekktir sándpervertar og er hljómur lagsins eftir því, hnausþykkur synthabassi og retró orgel blandast píanó, kassagítar og strengjum og loftkennd rödd Barða svífur svo yfir öllu saman. Hlustið á lagið hér fyrir neðan en myndband við það er væntanlegt síðar í vikunni.