Lag og myndband frá David Bowie

 

David Bowie gerði í gær opinbert sitt fyrsta lag og myndband af væntanlegri breiðskífu frá aldraða kamelljóninu. Lagið ber sama titil og platan, Blackstar, sem á víst að skrifa svona  . Lagið er epískt og kaflaskipt með steravöxnu trommubíti en myndbandið eltir það út um allar trissur. Í því má sjá tilvísanir í fortíð bowie en jafnframt líf, fuglahræður, dauða, eld og Jesú. Það var margt um fínyndis drætti á síðastu Bowie plötu en þetta toppar þá að mati Straums. Platan kemur út þann 10. janúar. Horfið á myndbandið hér fyrir neðan.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *