Halldór Eldjárn meðlimur hljómsveitarinnar Sykur gaf á dögunum út sína aðra smáskífu undir nafninu H.dór sem er sólóverkefni hans en sú fyrsta Desert kom út í haust. Halldór ákvað fyrir tveimur árum síðan að byrja að safna í sarpinn fyrir sólóverkefnið og er plata væntanleg.
Nýja lagið heitir Sound Asleep og er kröftugt sumarlag og er jafnframt fyrsta lagið sem hann þenur eigin raddbönd í. Þó nýtur hann aðstoðar duglegra söngvélmenna. Það eru meðal annars vócóderar, talkbox og önnur söngelsk vélmenni.