Hin yfirlýsingaglaði leppur hljómsveitarinnar Beady Eye; Liam Gallagher hefur aðallega komist í fréttirnar fyrir skrautleg ummæli síðan það flosnaði upp úr samstarfi Oasis árið 2009. Í flestum tilfellum varðar það að einhverju leiti bróðir hans Noel en Liam var líklega farið að vanta smá athygli og ákvað nú á dögunum að tjá sig aðeins um Daft Punk.
„ Ég gæti samið þetta lag á klukkutíma. Ég skil ekki þennan spenning, skiljið þig hvað ég á við?“ Sagði Liam í samtali við The Sun varðandi smellinn „Get Lucky“ frá franska dúettnum sem fékk hjálp frá Pharrell Williams og tilvonandi Íslands vininum Nile Rodgers við gerð lagsins. Liam Gallagher lét sér ekki nægja að drulla yfir lagið og bætti við „ Takið þið helvítis hjálmana af ykkur og sjáum hvernig þið lítið út án þeirra“.
20. maí lét Beady Eye frá sér nýtt myndband við lagið „Second Bite of The Apple“ og er plata væntanleg frá þeim þann 10. Júní næstkomandi og ber titilinn „BE“. „ Við erum búnir að setjast niður og einbeita okkur vel að þessu verkefni, hreinsa hugan og ekkert af þessu kjaftæði eins og það var á tíunda áratugnum. Þessi plata er mjög sérstök fyrir okkur.“ Segir Liam um aðra plötu hljómsveitarinnar.
Hér má sjá myndbandið við lagið „Second Bite of The Apple“.