Dillalude á Kex Hostel í kvöld

Hljómsveitin Dillalude kemur fram á Kex Hostel í kvöld en hún var stofnuð sem óður meðlimanna til pródúsantsins Jay Dee eða J. Dilla. J. Dilla er var einn virtasti hip hop pródúser sinnar kynslóðar frá því um miðjan tíundar áratuginn þangað til hann dó langt fyrir aldur fram árið 2006. Hann var frá Detroit og vakti fyrst athygli með hljómsveitinni Slum Village en vann takta fyrir listamenn á borð við Common, Madlip, Janet Jackson, Pharcyde, De La Soul, Busta Rhymes og A Tribe Called Quest. Hann gaf út hina frábæru instrumental plötu Donuts árið 2006 þremur dögum fyrir dauða sinn en frægðarsól hans hefur hækkað umtalsvert síðan.

Eftir andlát hans hafa taktar eftir hann til að mynda verið nýttir af röppurum eins og MF Doom, Kendrick Lamar og The Roots. Meðlimir Dillalude eru Ari Bragi Kárason, Benedikt Freyr Jónsson, Magnús Trygvason Elíassen og Steingrímur Teague. Þeir hafa komið víða við á tónlistarsviðinu og þekkir fólk þá úr sveitum á borð við Moses Hightower, Forgotten Lores, Tilbury og amiinu. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og aðgangur er ókeypis. Hér fyrir neðan má svo sjá myndbandi af tónleikum Dillalude á Prikinu.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *