Áströlsku drengirnir í Cut Copy hafa sleppt frá sér smáskífunni „Let Me Show You“ og er þetta annað lagið sem heyrist af væntanlegri plötu. Nokkur eftirvænting hafði skapast í kringum útgáfu lagsins þar sem 120 vínyl eintökum af laginu var dreift á Pitchfork Music Festival á dögunum.
„Let Me Show You“ er dansvænn rafsmellur enda ekki við öðru á búast frá bandinu, lagið er kaflaskipt með uppbyggingum og droppum sem einkennast af húslegum takti og geimhljóðum.