Child of Lov er með lækninguna

Huldumaðurinn Child of Lov gaf nýverið út stuðsmellinn Heal sem er forsmekkurinn af væntanlegri plötu sem kemur út í lok nóvember. Rödd þessa óþekkta ástarbarns er nokkuð rám og veðruð en hann er þó óhræddur við að dýfa sér í falsettuna. Ólygnir segja að suddalega bassalínan sé á ábyrgð sjálfs Damons Albarns en hún ásamt fönkuðum gítarriffum setja mikinn svip á lagið. Allt er þetta ákaflega skítugt en um leið grípandi klístrað þannig það límist vel við heilann. Í myndbandinu má svo sjá barnunga hipstera rústa hjóli, leika sér að sveppum og dansa á hjólaskautaballi. Á plötunni mun hann njóta aðstoðar áðurnefnds Albarns auk Thundercat og rapparans MF DOOM.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *