Brot úr lögum af nýju Strokes plötunni

Fimmta plata bandarísku indie-rokk hljómsveitarinnar The Strokes frá New York, Comedown Machine kemur út 26. mars. Fyrsta smáskífan af plötunni heitir All the Time og kom út 19. febrúar. Nú hefur Amazon söluvefurinn sett inn 30 sekúnda brot af öllum lögunum af plötunni og má hlusta á þessi brot hérÞau gefa til kynna að nýja platan verði ólík öllu sem hljómsveitin hefur áður sent frá sér. Hljómsveitin sendi frá sér mynband við lagið All the Time  fyrir helgi og var það samansafn af gömlum tónleikaupptökum og hafa því margir aðdáendur hljómsveitarinnar spurt sig hvort Comedown Machine sé svanasöngur The Strokes?

Uppfært klukkan 20:09 18/03/2013

Upphafslagið á plötunni Tap it má heyra í heild sinni hér fyrir neðan, heyra má áhrif frá Michael Jackson í því:

Hér er svo öll platan eins og hún leggur sig!

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *