Diskó hljómsveitin Boogie Trouble stefnir á að gefa út sína fyrstu hljómplötu núna í haust og hefur nú hafið hópfjáröflun á síðu Karolina Fund. Plötu sveitarinnar verður hægt að kaupa í rafrænni forsölu á veraldarvefnum til þess að fjármagna það sem eftir er af hljóðvinnslu, hljómjöfnun og framleiðslu.
Á heimasíðu Karolina Fund er að kaupa ýmsa aðra þjónustu og glaðning af hljómsveitinni svo sem fönkbassatíma hjá Ingibjörgu Elsu Turchi, bassaleikara sveitarinnar. Einnig má tryggja sér miða á útgáfutónleikana sveitarinnar,ábreiðulag að eigin vali, rafmagnað eða órafmagnað diskópartý í heimsendingu og fleira. Hér gefur að líta heimasíðu verkefnisins. https://www.karolinafund.com/project/view/395
Hér er hægt að sjá viðtal sem við áttum við hljómsveitina þegar þau voru að hefja gerð plötunnar haustið 2012: