Boards of Canada sýna nýtt myndband í Tókýo

Boards of Canada halda áfram að koma aðdáendum sínum á óvart en skemmst er að minnast afar óhefðbundinnar auglýsingarherferðar fyrir nýjustu plötu dúettsins. Í gær birtist færsla á facebook-síðu sveitarinnar sem innihélt einungis götunúmer í Tókýó, dagsetninguna 22. maí og tímasetninguna 12 á miðnætti. Á þessum stað í Tókýó var varpað myndbandi á húsvegg fyrir stundu sem virðist vera tónlistarmyndband við nýtt lag frá sveitinni. Horfið á myndbönd af vettvanginum hér fyrir neðan en hljóðgæðin í því efra eru betri en tónlistarmyndbandið nýtur sín betur í því neðra. Þar fyrir neðan má sjá stiklu og auglýsingu fyrir væntanlega plötu skoska rafbræðradúettsins, Tomorrow’s Harvest, sem kemur út á vegum Warp útgáfunnar 10. júní næstkomandi.Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *