Tónleikahelgin 27.-31. maí

Miðvikudagur 27. maí

 

Tónlistarmaðurinn Helgi Valur Ágústson fagnar útgáfu sinnar fjórðu plötu, Notes From The Underground, á Húrra. Með honum kemur fram einvalalið hljóðfæraleikara úr hljómsveitum eins og Grísalappalísu, Muck, Oyama og Útidúr. Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Múm mun koma fram sem dúett Örvars Smárasonar og Gunnars Tynes og leika raftóna af fingrum fram við þýsku kvikmyndina Menschen am Sonntag frá 1930. Sýningin hefst 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Fimmtudagur 28. maí

 

MIRI, Loji og hljómsveitin Eva koma blása til tónleikahalds á Húrra. Þetta verða fyrstu tónleikar MIRI síðan 2012 en tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 1500 krónur.

 

Rokkbandið Pink Street Boys kemur fram á Dillon. Aðgangur er ókeypis og drengirnir byrja um 10 leitið.

 

Danski bassaleikarinn, Richard Andersson, hefur búið í Reykjavík í tæp tvö ár og unnið með fjölda tónlistarmanna úr djassheiminum en hyggur nú á brottför. Til að kveðja íslendinga kemur hann einn fram á tónleikum í Mengi. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Föstudagur 29. maí

 

Diskóbullurnar í Boogie Trouble efna til dansleiks á Húrra. Það er ókeypis inn og ballið byrjar 22:00.

 

Laugardagur 30. Maí

 

Tónskáldið, píanóleikarinn og hljóðinnsetningarlistamaðurinn Maya Dunietz flytur verkið Boom fyrir píanó, rödd, vídeó og rafhljóðfæri. Miðaverð er 3000 krónur og flutningurinn hefst 21:00.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *