Íslenska tónlistarkonan Ólöf Arnalds mun gefa út plötuna Palme þann 29. september. Platan fylgir á eftir plötunni Sudden Elevation sem kom út í fyrra. Á Palme nýtur Ólöf stuðnings frá tveimur samstarfsfélögum og vinum: Gunnari Erni Tynes úr múm og Skúla Sverrirsyni sem hefur unnið með tónlistarmönnum á borð við Laurie Anderson, Ryuichi Sakamoto og Blonde Redhead.
Fyrsta smáskífa plötunnar heitir Half Steady og er samin af Skúla og hægt er að hlusta á hana hér fyrir neðan.
Tónleikaferðalag Ólafar
26. ágúst 2014 Brussels BE Feeerieen Festival
30. ágúst 2014 Birmingham UK Moseley Folk Festival
31. ágúst 2014 Laois IE Electric Picnic Festival
3. september 2014 Aarhus DK Aarhus Festival
9. september 2014 Hamburg DE Reeperbahn Festival
20. september 2014 Hamburg DE Reeperbahn Festival
28. september 2014 Brighton UK Komedia Studio Bar
29. september 2014 London UK Oslo
1. október 2014 Bristol UK The Louisiana
2. október 2014 Manchester UK Cornerhouse
3. október 2014 Liverpool UK Leaf
4. október 2014 York UK Fibbers
5. október 2014 Glasgow UK Mono