Philadelphia sveitin The War On Drugs sendi í dag frá sér lagið Red Eyes sem er fyrsta nýja efnið frá bandinu í rúm tvö ár. Árið 2011 kom platan The Slave Ambient út en hún var á lista Straums yfir bestu plöturnar það árið. Þessi fyrrum sveit Kurt Vile sendir frá sér plötuna Lost In The Dream á næsta ári.