Í yfirheyrslu dagsins þjörmuðum við að Antoni Kaldal Ágústsyni sem framleiðir græjumúsík undir listamannsnafninu Tonik. Hann var auðveldur viðureignar og sagði okkur allt sem hann veit um Airwaves hátíðina í svo mörgum orðum.
Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?
Það var árið 2003. Trabant á Nasa og svo var Mugison með eftirminnilega frammistöðu á Pravda.
Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves?
Sama ár á Grandrokk (síðar Faktory/iðnaðarsvæði/eitthvað random hótel). Lék með tölvuprojektinu Tonik, Jón Þór úr Lada Sport/Love & Fog spilaði á gítar. Spiluðum á undan Sk/um, sem var samstarfsverkefni Jóhanns Ómarssonar (Skurken) og Þorsteins Ólafssonar (Prince Valium).
Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?
Níu hátíðum.
Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?
Útitónleikarnir með Elektro Guzzi í fyrra voru frekar eftirminnilegir. Einnig gæti ég talið til Dirty Projectors og Moderat.
Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur?
Erfitt val. Þegar kemur að Tonik, þá hafa síðustu ár farið í markvissar tilraunir og þróun með lifandi flutning og því margt sem kemur upp í hugann. Þessi þróun er enn í gangi, en tónleikarnir í fyrra eru þó eftirminnilegir. Þar varð til eitthvað á sviði sem við erum að skrásetja og koma á plötu.
Tonik – Snapshot One (Live at Iceland Airwaves Festival 2012) from Tonik on Vimeo.
Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?
Mest megnis hafa breytingar verið af jákvæðum toga og eiga skipuleggjendurnir mikið lof
skilið. Ég upplifi hátíðina markvissari en áður. Augljós breyting er að ferðamenn eru í meiri hluta. Það mun koma betur í ljós í ár hvernig dagsetningarnar kring um mánaðamótin október nóvember séu að virka.
Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?
Satt best að segja á ég mér ekki uppáhalds tónleikastað.
Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?
Sumarið eftir að Klaxons spilaði, þá sá ég svolítið eftir að hafa ekki séð þá.
Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?
Njóta.
Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár?
Úr erlendu deildinni væru það Sun Glitters, Anna Von Hausswolff og Jon Hopkins. Ég sá Gold Panda árið 2010 og get mælt með honum. Úr íslensku deildinni mun ég reyna að sjá Úlf Eldjárn, Emiliönu Torrini og Samúel Jón Samúelsson Big Band.
Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?
Heilmikla.
Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig?
Allskonar. Það eru ýmis tækifæri sem hægt er að rekja beint til Iceland Airwaves.
Kraftwerk eða Yo La Tengo?
Jon Hopkins?
Listasafnið eða Harpa?
Harlem?
Með hvaða hljómsveit ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?
Það mun vera Tonik. http://facebook.com/tonikmusic
Tonik – Snapshot Two (feat. Jóhann Kristinsson) from Tonik on Vimeo.