Straumur snýr aftur á X-ið 977 í kvöld eftir tveggja mánaða pásu vegna samkomubanns. Stjórnandi þáttarins er sem fyrr Óli Dóri og mun hann fræða hlustendur um allt það nýjasta í heimi tónlistar dagsins í dag á slaginu 23:00. Í þætti kvöldins verða spiluð lög með Skoffín, Little Simz, BADBADNOTGOOD, Westerman, Jockstrap, Juan Wauters og fleiri frábærum listamönnum.