First Aid Kit heiðra Paul Simon

Bandaríski tónlistarmaðurinn Paul Simon hlaut ásamt landa sínum sellóleikaranum Yo-Yo Ma hin eftirsóttu Polar- tónlistarverðlaun við hátíðlega athöfn í Svíþjóð í gær, en það er Konunglega Sænska Tónlistarakademían sem stendur fyrir verðlaununum. Fengu þeir hvor um sig 1 milljón sænskra króna í verðlaunafé.

Á athöfninni sungu sænsku systurnar úr First Aid Kit – Simon and Garfunkel lagið America til heiðurs Simon sem var staddur í salnum. Í fyrra sungu þær Patti Smith lagið Dancing Barefoot til heiðurs Smith við sama tilefni og mátti sjá tár renna niður kinnar hennar þegar hún fylgdist með flutningi systranna.

Polar-tónlistarverðlaunin voru fyrst afhent árið 1989 fyrir tilstilli Stig Anderson, umboðsmanns sænsku hljómsveitarinnar ABBA, og var Paul McCartney fyrstur til að hljóta þau. Fyrir neðan er hægt að horfa á First Aid Kit heiðra bæði Simon og Smith.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *