Föstudagur 8. júlí
Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) býður upp á ókeypis tónleika í Hljómskálagarðinum. Fram koma Úlfur Úlfur, Samaris og Glowie. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30.
Tónlistarmennirnir ÍRiS og Mikael Lind koma fram Vesturbugt við Mýrargötu á vegum The Travelling Embassy of Rockall. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00 og það er ókeypis inn.
Hettumáva kvöld fer fram á Gauknum. Fram koma: Alexander Jarl, Hettumávar, Landaboi$, Kilo, HÁSTAFIR og Phonetic. 1000 kr inn og fjörið hefst klukkan 22:00
Laugardagur 9. júlí
Teitur Magnússon spilar ljúfa tóna fyrir gesti og gangandi á útisvæði Kaffitárs við Safnahúsið frá kl 15.00 en Dj Óli Dóri mun sjá um að halda laugardagsstuðinu gangandi frá kl 13.00.
Mánaðarlegur reggae, dub og dancehall viðburður RVK Sound á efri hæð Paloma frá klukkan 23:45. SÉRSTAKIR GESTIR: > Salka Sól (AMAbAdAMA)