Fimmtudagur 17. mars
Baráttutónleikar UNICEF verða haldnir á Kex Hostel. Fram koma Amaba Dama, Sóley, DJ Flugvél og Geimskip, Kött Grá Pé, Milky Whale og Úlfur Úlfur. Tónleikarnir standa yfir frá 17:30 til 23:00 og miðaverð er 1500 krónur sem rennur til barnungra fórnarlamba stríðsins í Sýrlandi.
Berlínska hljómsveitin Wonkers kemur fram á Húrra. Um upphitun sjá Auður og Ásdís. Aðgangur er ókeypis og tónleikarnir byrja 21:00.
Tónlistarmennirnir Maria Bay Bechmann og Julius Rothlaender, sem saman skipa dúettinn VIL, koma fram í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og tónleikanir byrja 21:00.
FALK félagsskapurinn heldur tónleika á Dillon með breskum tónlistarmanni að nafni AGATHA. Um upphitun sjá AMFJ og Nicolas Kunysz. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:30 og það kostar 500 kr inn.
Föstudagur 18. mars
Svartmálmshljómsveitin Misþyrming og þungarokksgrallararnir í Muck koma fram á tónleikum The Reykjavík Grapevine á Húrra. Tónleikarnir byrja 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.
Tónleikamyndin Stop Making Sense verður sýnd í Bíó Paradís klukkan 20:00.
Laugardagur 19. mars
Tónlistarmaðurinn Earth hour spilar á Loft Hostel. Hefst 21:00 og ókeypis inn.