Tónleikahelgin 31. mars – 1. apríl

 

Föstudagur 31. mars

 

Hljómsveitin GlerAkur kemur fram á Hard Rock Cafe. Byrjar 22:00 og 2000 krónur inn.

 

Sváfnir Sig og drengirnir af upptökuheimilinu spila á Dillon. Byrjar 22:00 og kostar ekkert inn.

 

Laugardagur 1. apríl

 

Hið svokallaða Stage Dive fest verður haldið í þriðja skipti á Húrra. Fram koma Dadykewl, Alva Islandia, Auður og kef LAVÍK. Gleðin hefst 21:00 og það kostar 1000 krónur inn.

 

Kött Grá Pje kemur fram ásamt Heimi og Hlyni úr Skyttunum á Hard Rock Cafe. Miðaverð er 2000 krónur og tónleikarnir byrja 22:00.

 

Úrslitakvöld Músíktilrauna fer fram í Norðurljósasal Hörpu. Kvöldið byrjar 17:00 og það kostar 2000 krónur inn.

 

Hipparokkbandið Lucy in Blue spilar á Dillon. Frítt inn og byrjar 22:00.

Straumur 27. mars 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Pond, Kendrick Lamar, Syd, Gorillaz, Moon Duo, Pacific Coliseum og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Andromeda (ft. D.R.A.M.)  – Gorillaz
2) Ascension (ft. Vince Staples) – Gorillaz
3) The Heart Part 4 – Kendrick Lamar
4) 2 Good 2 Be True – Nite Jewel
5) The Weather – Pond
6) Treading Water – Syd
7) Sevens – Moon Duo
8) Love You Still – Seeing Hands
9) This Time – Land Of Talk
10) Ocean City – Pacific Coliseum
11) MDM Anal [ACIWAX12] Acid Waxa – Roy Of the Ravers
12) Strømme – Vil

Tónleikar helgarinnar 23. – 25. mars

Fimmtudagur 23. mars

Skúli Mennski kemur fram á Rosenberg, tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er ókeypis inn.

Raftónlistarmaðurinn Futuregrapher heldur tónleika á Hlemmi Square sem hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn

Júníus Meyvant heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði til að fagna heimkomu eftir vel heppnaða tónleikaferð um Evrópu. Húsið opnar kl. 20:00, tónleikar hefjast kl. 21:00. Miðaverð: 3990 kr.

Föstudagur 24. mars

Í kjölfar sýningarinnar Austurland: make it happen again fara fram tónleikar í Gym & Tonic salnum á Kex.

19:00 Svanur Vilbergs gítarleikari
19:30 Dj Ívar Pétur þeytir skífum
20:15 Vinny Vamos
21:00 Austurvígstöðvarnar
21:45 Prins Póló lokar kvöldinu og sendir okkur út í nóttina í gleðivímu

Pink Street Boys og Svavar Elliði taka höndum saman á Gullöldinni frá klukkan 22:00.

Júníus Meyvant heldur tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði til að fagna heimkomu eftir vel heppnaða tónleikaferð um Evrópu. Húsið opnar kl. 20:00, tónleikar hefjast kl. 21:00. Miðaverð: 3990 kr.

Laugardagur 25. mars

Í Tilefni af útgáfu Afrakstur Gerbakstur” en platan skartar mörgum af þéttustu neðanjarðarkisunum á Klakanum verður slegið upp smá veislu á BarAnanas á Klapparstíg. Kl: 20:00 verður platan Afrakstur Gerbakstur spiluð á efri hæðinn og svo þegar henni líkur verða tónleikar í tjaldinu. Fram koma: Vegan Klíkan, Holy Hrafn og HÁSTAFIR Frítt inn!

Snorri Helga og Mr. Silla koma fram saman á KEX Hostel. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30.

Straumur 20. mars 2017

Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá JFDR, The Orielles, Spoon, Real Estate, Conor Oberst og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.


 

 

1) Anew – JFDR
2) Destiny’s Upon Us – JFDR
3) Scrood (feat. Steve Lacy) – Jonti
4) Meditation ft. Jazmine Sullivan, KAYTRANADA) – Goldlink
5) 1 Night (feat. Charli XCX) – Mura Masa
6) Pleasure – Feist
7) Sugar Tastes Like Salt – The Orielles
8) Diamond Eyes – Real Estate
9) Holding Pattern – Real Estate
10) Handsome Devil – Oyama
11) WhisperI’lllistentohearit – Spoon
12) In An Emergency – Ross From Friends
13) Gossamer Thin – Conor Oberst
14) Empty Hotel By The Sea – Conor Oberst
15) Anything Goes – JFDR

Mark Sultan á Gauknum í kvöld

Kanadíski tónlistarmaðurinn Mark Sultan sem gengur undir listamannsnafninu BBQ   kemur fram á Gauknum í kvöld ásamt Pink Street Boys og Spünk. Sultan hefur gert garðinn frægan með The King Khan & BBQ Show, Almighty Defenders, Spaceshits og fleirum.

Sultans spilar ekta rokk og ról sem hann blandar saman með sálartónlist.  Hann hóf feril sinn 1995 með pönkhljómsveitinni Spaceshits og hefur gefið út 6 sólóplötur undir nöfnunum Mark Sultan og BBQ. Nýjasta platan hans heitir BBQ og kom út í janúar.

Tónleikarnir hefjast kl 22:00 og kostar 1000 krónur inn

Straumur 13. mars 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Jacques Greene, Frank Ocean, Real Estate, The Shins og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) Fall – Jacques Greene
2) Feel Infinite – Jacques Greene
3) Chanel – Frank Ocean
4) Fullir vasar – Aron Can
5) Home – Joe Goddard
6) Heartworms – The Shins
7) Fantasy Island – The Shins
8) ’79: Rock’n’Roll Will Ruin Your Life – The Magnetic Fields
9) ’69: Judy Garland – The Magnetic Fields
10) Stained Glass – Real Estate
11) Dr. Feelgood Falls Off the Ocean – Guided By Voices
12) Hurricane – D∆WN
13) Champagne Supernova (Oasis Cover) – Yumi Zouma
14) Third of May / Ōdaigahara – Fleet Foxes

Nýtt frá Aron Can

Reykvíski rapparinn Aron Can gaf fyrr í dag út myndband við glænýtt lag sem nefnist Fullir Vasar. Lagið sem er frábær tónsmíð fylgir á eftir plötunni Þekkir Stráginn sem gerði allt vitlaust í fyrra og var í fjórða sæti á lista Straums yfir bestu plötur ársins. Lagið var framleitt af þeim Aroni Rafni og Jóni Bjarna Þórðarsyni. Ágúst Elí Ásgeirsson leikstýrði myndbandinu og sá um upptökur á því ásamt þeim Andra Sigurði Haraldssyni og Pétri Andra Guðberssyni. En það var framleitt í samvinnu við Sticky Plötuútgáfu Priksins.

Aldrei fór ég suður 2017 listi

Aldrei fór ég suður fer fram á Ísafirði dagana 14. og 15. apríl næstkomandi. Umstillingarnefnd hátíðarinnar tilkynnti fyrr í dag þau 14 atriði sem koma fram í ár.

Hér er hægt að horfa á skemmtilegt myndband þar sem dagskráin er kynnt. Einnig er hægt að skrolla hér neðst niður og sjá listann strax.

 

Lúðrasveit Tónlistarskóla Ísafjarðar

Kött Grá Pje

Soffía Björg

Ham

Valdimar

Rythmatik

KK band

Hildur

Vök

Emmsjé Gauti

Karó

Börn

Mugison

Sigurvegar Músíktilrauna

Straumur 6. mars 2017

Í Straumi í kvöld verður fjallað um nýtt efni frá Jacques Greene, Sylvan Esso, Diet Cig, Day Wave, Nathan Fake og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra í kvöld klukkan 23:00 á X-inu 977.

1) To Say – Jacques Greene
2) Kick Jump Twist (Machinedrum remix) – Sylvan Esso
3) Untitled – Day Wave
4) Barf Day – Diet Cig
5) Painting A Hole – The Shins
6) Daisy – Wavves
7) Evil Angel – Singapore Sling
8) HoursDaysMonthsSeasons – Nathan Fake
9) Aba – Lane 8 & Kidnap Kid
10) Ordinary Day – The Districts
11) Wild Indifference – Joan Shelley
12) Bones (ft. Jófríður Ákadóttir) – Low Roar

Sónar – heill hellingur af gleði í Hörpu

Föstudagskvöldið byrjaði í skóginum, með tónleikum breska listamannsins Forest Swords í Norðurljósasalnum. Þeir voru tveir á sviðinu, annar við tölvu og apparöt og hinn lék undir á bassa. Þetta var trippy raftónlist með alls konar skrýtnum hljóðum og heimstónlistaráhrifum, indverskum sítörum og afrískum áslætti. Allt í allt, áhugavert.

 

Það var síðan áframhaldandi útivistarstemmning í Norðurljósasalnum því á tónleikum Sin Fang var söngvarinn Sindri Már inni í litlu kúlutjaldi sem var staðsett á miðju sviðinu. Hann var þar með kameru og andliti hans varpað á risatjald á sviðinu, sem skapaði skrýtna – á svona Blair Witch Project-legan hátt – stemmningu. Þetta var áhugavert í byrjun en gimmikkí og þreytt eftir þrjú lög, og ég hefði viljað sjá hann stíga út úr tjaldinu á endanum.

 Nýtt Gusgus og massívir magnarar

Þá var haldið yfir á Gusgus sem voru að koma fram í fyrsta skipti (eftir því sem ég best veit?) eftir að Högni sagði skilið við sveitina. Þeir tóku ýtt efni sem hljómaði prýðisvel, voru með rosalega flott lazer-show og renndu meirað segja í gamla slagarann David, þó að Urður hafi verið fjarri góðu gamni.

 

Þvínæst héldum við á hávaðapoppbandið Sleigh Bells í Norðurljósasalnum. Tveir gítararleikarar voru fyrir framan risastóra veggi af magnarastæðum og framkölluðu risastór riff meðan söngkonan Alisson Krauss lék á alls oddi. Kvöldið endaði svo á berlínsku rafhetjunum í Moderat sem léku melódískt tekknó af fádæma krafti og fágun.

Djassaður Dilla 

Á laugardeginum byrjaði ég á því að sjá íslenska rafrökkurbandið aYia. Þau voru klædd í svartar hettupeysur og spiluðu dimmt og tilraunakennt trip hop. Næst á svið í Silfurbergi var heiðursbandið Dillalude. Það er tileinkað tónlist bandaríska taktsmiðsins J Dilla og félagarnir léku djassaðan spuna yfir takta meistarans af einstakri smekkvísi og lipurð.

 

Alva Islandia hélt uppi nafni sínu sem “Bubblegum Bitch” og drefði tyggjói um allan Norðurljósasalinn og bleik og japönsk Hello Kitty fagurfræði var allt um lykjandi. Kött Grá Pjé rokkaði Silfurberg með bumbuna út eins og honum einum er lagið en leið okkar lá niður í Kaldalón að sjá hina kanadísku Marie Davidson. Það var eitt allra besta atriði hátíðarinnar og Marie bauð upp á ískrandi analog tekknó og rafpopp, þannig það var ekki sitjandi sála í Kaldalóni. Eftir þetta var Fatboy Slim hálfgerð vonbrigði. En Sónar-hátíðin stóð fyllilega fyrir sínu þetta árið og ég er strax farinn að hlakka til næstu.