Tónleikahelgin 13.-15. ágúst

 

Fimmtudagur 13. ágúst

 

Just Another Snake Cult leika á tónleikur á Hlemmur Square hostelinu við Hlemm klukkan 21:00. Ókeypis inn.

 

Hljómsveitin Saytan spilar á Boston sem hluti af microgroove tónleikaröðinni. Tónleikar byrja 22:00 og aðgangseyrir er enginn.

 

Júníus Meyvatn og Axel Flóvent spila á Húrra. Dyrnar opna 20:00 og það kostar 2000 krónur inn.

 

Joachim Badenhorst spilar í Mengi. Hefst 21:00 og aðganseyrir er 2000.

 

Hey já, svo er líka Kings of Leon að spila ef ykkur langar til að brenna 20 þús kall.

 

Föstudagur 14. ágúst

 

Kristín Lárusdóttir spilar í Mengi. Aðgangseyrir er 2000 krónur og byrjar 21:00.

 

Laugardagur 15. ágúst

 

DJ Flugvél og Geimspip heldur útgáfutónleika á Húrra. Tónleikarnir byrja klukkan 21:00 og aðgangseyrir er 2000 krónur.

 

Söngvaskáldstónleikar verða í Byggðasafni Hafnarfjarðar. Fram koma Markús, Sveinn, Adda og Koi. Tónleikarnir byrja 13:00 og eru algjörlega fríkeypis.

 

Hljómsveitin Saytan spilar á Dillon, byrjar 22:00 og ókeypis inn.

Elli Grill og Leoncie

Rapparinn Elli Grill úr hljómsveitinni Shades of Reykjavík var að endurgera lag Leoncie, Enginn þríkantur hér, í samstarfi við ísprinsessuna sjálfa. Lagið er með hægfljótandi takti sem sver sig í ætt við svokallað purple drank rapp hjá listamönnum á borð við Lil Wayne. Myndbandið er svo hugvíkkandi í meira lagi en þar sjást Elli og Leonce rúnta um í amerískum kagga og enda svo á því að keyra út í stöðuvatn og ofan á því. Sjón er sögu ríkari:

Straumur 10. ágúst 2015

Í Straumi í kvöld verður farið yfir væntanlega plötu Kurt Vile b’lieve i’m goin down auk þess sem spilað verður nýtt efni frá Joanna Newsome, Youth Lagoon, FKA Twigs, Ben Khan, Four Tet og mörgum öðrum. Straumur með Óla Dóra á slaginu  23:00 í kvöld á X-inu 977.

Straumur 10. ágúst 2015 by Straumur on Mixcloud

1) Dust Bunnies – Kurt Vile
2) I’m an Outlaw – Kurt Vile
3) Life Like This – Kurt Vile
4) Sapokanikan – Joanna Newsom
5) Highway Patrol Stun Gun – Youth Lagoon
6) Figure 8 – FKA Twigs
7) Blade (Tidal Wave Of Love) demo – Ben Khan
8) Ghost (ft. Vince Staples) – With You
9) Last Dance BASED FREESTYLE – Lil B X Chance The Rapper
10) All I See Is You – MSTRO
11) BACK2THESTART – Four Tet
12) Bad Art & Weirdo Ideas – Beach Slang
13) Let It Happen (Tame Impala cover) – Husky
14) Over And Even – Joan Shelley
15) Wild Imagination – Kurt Vile

Tónleikahelgin 6. – 8. ágúst 2015

Fimmtudagur 6. ágúst

Agent Fresco halda hlustunarpartí fyrir plötuna Destrier í Bíó Paradís. Fögnuðurinn stendur yfir frá 19:00 í kvöld og það er frítt inn.

Marks And The Diversion Session koma fram á Loft Hostel í Bankastræti. Um upphitun sjá þeir Marteinn Sindri Jónsson og Daníel Friðrik Böðvarsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:30 og það er ókeypis inn.

Þeir Teitur Magnússon og James Wallace koma fram í Mengi við Óðinsgötu. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Tonik Ensemble fagnar útgáfu breiðskífunnar “Snapshots” sem kom út fyrr á árinu með tónleikum á Húrra.  Einnig kemur fram hljómsveitin Asonat, sem er skipuð þeim Jónasi Þór Guðmundssyni, Fannari Ásgeirssyni og Olenu Simon. Tónleikarnir hefjast á slaginu 22:00 og það kostar 1000 kr inn.

Föstudagur 7. ágúst

Tónlistarmennirnir Jón Þór og Helgi Valur spila á Bar 11. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:30 og það er ókeypis inn.

Úlfur Hanson spilar á tónleikum í Mengi við Óðinsgötu. Tónleikarnir hefjast á slaginu 21:00 og það kostar 2000 kr inn.

Laugardagur 8. ágúst.

Mosi Musik heldur party í portinu á Prikinu til að fagna nýju plötunni sem var að koma út. Árituð eintök verða gefin. Átrúnaðargoðin ætla að hita upp og Jake Tries mun sjá um ljúfa tóna á staðnum. Partýið byrjar kl. 16.00

Hljómsveitin Low Roar kemur fersk úr tónleikaferðalagi um Bandaríkin og kemur fram á Húrra. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00 og það er frítt inn.

All I See Is You – MSTRO

Reykvíski raftónlistarmaðurinn Stefán Páll Ívarsson sem gengur undir listamannsnafninu MSTRO fylgdi í vikunni á eftir laginu So In Love With U sem kom út í janúar á þessu ári með nýju lagi sem nefnist All I See Is You. Líkt og síðast kom myndband við lagið út á sama tíma og var því einnig leikstýrt af þeim Stefáni og bróðir hans Magnúsi Thoroddsen Ívarssyni.