Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af Gunnari Ragnarssyni og Sigurði Möller Sívertsen úr hinni sálugu Jakobínurínu, Bergi Thomas Anderson úr Oyama, Alberti Finnbogasyni og Tuma Árnasyni úr The Heavy Experience ásamt Baldri Baldurssyni sem semur og syngur ásamt Gunnari metnaðarfulla texta á íslensku. Sveitin gaf út í vikunni sitt fyrsta lag Lóan Er Komin á gogoyoko. Hljómsveitin gefur út sína fyrstu plötu Ali seinna í vor. Grísalappalísa heldur tónleika næsta fimmtudag þann 4. apríl á Kex Hostel þar sem sveitin mun stíga á stokk kl. 21.00 og leika efni af væntanlegri plötu. Hlustið á Lóan Er Komin hér fyrir neðan.
Month: April 2013
Hot Chip remixa Dirty Projectors
9. júlí í fyrra gaf hljómsveitin Dirty Projectors út sína sjöttu plötu Swing Lo Magellan og endaði hún í 6. sæti yfir bestu plötur ársins hér í Straumi. Joe Goddard úr Hot Chip endurhljóðblandaði lagið The Soialites af plötunni nýlega með frábærum árangri. Lagið verður skemmtilega upplífgandi í höndum Goddard og hægt er að hlýða á afraksturinn hér fyrir neðan.