Hérna & hérna
Góða skemmtun!
Rafdúettinn Good Moon Dear sem er skipaður þeim Guðmundi Inga Úlfarssyni og Ívari Pétri Kjartansyni sendi frá sér nýtt lag í dag sem ber heitir Again. Lagið er marglaga samsuða úr brotnum töktum, klipptum hljóðbútum og angurværum melódíum; í senn flókið og kaflaskipt, en þó einfalt og aðgengilegt áhlustunar. Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan eða njóta þess á þar til gerðri heimasíðu sem myndskreytir lagið.
Disclosure bræður eiga ekki vandræðum með að senda frá sér dópaða danstóna eins og frumburður þeirra Settle sannaði fyrr á þessu ári. Þeir hafa nú gefið út nýtt lag sem kallast „Apollo“ og er klúbbastemningin allsráðandi að þessu sinni.
Í Straumi í kvöld munum við halda áfram að fara yfir það helsta á Iceland Airwaves í ár. Kíkjum á nokkra af þeim erlendu listamönnum sem koma fram á hátíðinni auk þess sem við spilum viðtöl sem við áttum við Jon Hopkins, Mac Demarco, Zola Jesus og Goat! Airwaves Straumur með Óla Dóra í kvöld á slaginu 23:00 á X-inu 977.
Airwaves Straumur 28. október 2013 by Straumur on Mixcloud
1) Center Of Gravity – Yo La Tengo
2) Baby’s Wearing Blue Jeans – Mac DeMarco
3) Young Blood – Mac DeMarco
– Viðtal við – Mac DeMarco
4) Freaking Out The Neighborhood – Mac DeMarco
5) Corvette Cassette – Slow Magic
6) Goathead – Goat
– Viðtal við Goat
7) Let It Bleed – Goat
8) Misses – Girls In Hawaii
9) We Disappear – Jon Hopkins
– Viðtal við Jon Hopkins
10) Open Eye Signal – Jon Hopkins
11) Lunar Phobia – No Joy
12) In Your Nature – Zola Jesus
– Viðtal við – Zola Jesus
13) Avalanche (slow) – Zola Jesus
14) Sugarcube – Yo La Tengo
Í yfirheyrslu dagsins þjörmuðum við að Antoni Kaldal Ágústsyni sem framleiðir græjumúsík undir listamannsnafninu Tonik. Hann var auðveldur viðureignar og sagði okkur allt sem hann veit um Airwaves hátíðina í svo mörgum orðum.
Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?
Það var árið 2003. Trabant á Nasa og svo var Mugison með eftirminnilega frammistöðu á Pravda.
Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves?
Sama ár á Grandrokk (síðar Faktory/iðnaðarsvæði/eitthvað random hótel). Lék með tölvuprojektinu Tonik, Jón Þór úr Lada Sport/Love & Fog spilaði á gítar. Spiluðum á undan Sk/um, sem var samstarfsverkefni Jóhanns Ómarssonar (Skurken) og Þorsteins Ólafssonar (Prince Valium).
Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?
Níu hátíðum.
Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?
Útitónleikarnir með Elektro Guzzi í fyrra voru frekar eftirminnilegir. Einnig gæti ég talið til Dirty Projectors og Moderat.
Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur spilað á sjálfur?
Erfitt val. Þegar kemur að Tonik, þá hafa síðustu ár farið í markvissar tilraunir og þróun með lifandi flutning og því margt sem kemur upp í hugann. Þessi þróun er enn í gangi, en tónleikarnir í fyrra eru þó eftirminnilegir. Þar varð til eitthvað á sviði sem við erum að skrásetja og koma á plötu.
Tonik – Snapshot One (Live at Iceland Airwaves Festival 2012) from Tonik on Vimeo.
Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?
Mest megnis hafa breytingar verið af jákvæðum toga og eiga skipuleggjendurnir mikið lof
skilið. Ég upplifi hátíðina markvissari en áður. Augljós breyting er að ferðamenn eru í meiri hluta. Það mun koma betur í ljós í ár hvernig dagsetningarnar kring um mánaðamótin október nóvember séu að virka.
Hvað er uppáhalds tónleikastaðurinn þinn?
Satt best að segja á ég mér ekki uppáhalds tónleikastað.
Hvaða tónleikum sérðu mest eftir að hafa misst af ?
Sumarið eftir að Klaxons spilaði, þá sá ég svolítið eftir að hafa ekki séð þá.
Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?
Njóta.
Hverju ertu spenntastur fyrir á hátíðinni í ár?
Úr erlendu deildinni væru það Sun Glitters, Anna Von Hausswolff og Jon Hopkins. Ég sá Gold Panda árið 2010 og get mælt með honum. Úr íslensku deildinni mun ég reyna að sjá Úlf Eldjárn, Emiliönu Torrini og Samúel Jón Samúelsson Big Band.
Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?
Heilmikla.
Hvaða beinu áhrif hefur hátíðin haft fyrir þig?
Allskonar. Það eru ýmis tækifæri sem hægt er að rekja beint til Iceland Airwaves.
Kraftwerk eða Yo La Tengo?
Jon Hopkins?
Listasafnið eða Harpa?
Harlem?
Með hvaða hljómsveit ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?
Það mun vera Tonik. http://facebook.com/tonikmusic
Tonik – Snapshot Two (feat. Jóhann Kristinsson) from Tonik on Vimeo.
Fjórða breiðskífa Cut Copy flokksins, Free Your Mind, hefur verið smellt á heimasíðu hljómsveitarinnar og gerð aðgengileg til hlustunar. Áherslur plötunnar eru í takt við fyrra efni og enginn stökkbreyting á sér stað í þróun tónsmíða þó sýru hús tónlist fái aukið vægi að þessu sinni. 4 smáskífur af plötunni höfðu áður fengið að líta dagsins ljós en í heildina eru lögin 14. Dansþyrstir aðdáendur bandsins ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð þó þetta sé eitthvað frá því besta sem heyrst hefur frá sveitinni.
Þrátt fyrir að vera aðeins 23 ára gamall hefur Mac Demarco gefið út tvær sólóplötur og fjórar aðrar með fyrrum hljómsveit sinni Makeout Video. Þegar við hringdum í Mac var hann að leggja lokahönd á sína þriðju plötu sem kemur út í apríl. Mac kemur fram í Hörpu Silfurberg laugardaginn 2. nóvember klukkan 21:00 og fyrr um daginn á off-venue M for Montreal í Stúdentakjallarnum klukkan 18:30. Við spurðum hann út í væntanlega plötu, senuna í Montreal þar sem hann bjó um skeið og líflega tónleikaframkomu.
Agnes Björt Andradóttir söngkona hljómsveitarinnar Sykur hefur vakið mikla athygli síðustu ár fyrir magnaða sviðsframkomu og feikna sterka rödd. Agnes spilar í ár á sinni þriðju Airwaves hátíð ásamt hljómsveit sinni Sykur.
Hver var fyrsta Airwaves hátíðin sem þú fórst á sem gestur og hvað var eftirminnilegast á henni?
Það var árið 2008. Það sem var eftirminnilegast á hátíðinni það árið voru tónleikar hljómsveitarinnar Mae Shi sem er experimental indie band frá Los Angeles sem átti vel við litlu rebel Agnesi. Svo fór ég í eftirminnilegt pottapartí í ókunnugu húsi þar sem alklæðnaður var skylda, það er frekar ógirnilegt að fara í heitapott í gallabuxum ásamt 20 manns.
Hvernig var þín fyrsta upplifun af því að spila á Airwaves?
Fyrsta skipti sem ég spilaði á airwaves var árið 2011. Það var sturluð upplifun. Við spiluðum á Nasa, klukkan 3, aðfaranótt sunnudags fyrir troðfullan sal af sveittu fólki sem þráði ekkert annað en að dansa og skemmta sér. Stemningin var helluð. Við komum með lítið brimbretti með okkur og Stefán sörfaði krádið. Þetta er í top 3 af skemmtilegustu giggum sem að ég hef einhverntíman spilað. R.I.P Nasa!
Á hversu mörgum hátíðum hefur þú spilað?
Í ár er ég að spila á þriðju hátíðinni minni. Ég spilaði 2011 og 2012 með Sykur.
Hvað eru eftirminnilegustu tónleikarnir sem þú hefur sótt sem gestur?
Mae Shi
Hvernig finnst þér hátíðin hafa breyst og þróast í gegnum árin?
Ég geri mér ekki alveg grein fyrir því af því að mér finnst ég hafa breyst svo mikið sjálf. En ég hef tekið eftir því að fleiri erlendir gestir hafa bæst í hópinn og stemningin og undirbúningurinn eykst með hverju árinu finnst mér. Fyrir mér hefur hátíðin stækkað og þetta er orðið bara svona eins og jólin eða páskarnir.
Hefurðu einhver góð ráð handa tónlistarmönnum sem eru að spila á Airwaves í fyrsta skiptið?
Fyrst og fremst að vera prófessjonal, halda einbeitingu, sofa vel, ekki vera þunn/ur. Airwaves er hátíð þar sem fólk kemur saman, óháð aldri, búsetu eða whatever-the-shit-they’re-about með það eitt í huga að skemmta sér. Yfir krádinu ríkir ákveðið frelsi og jákvæðni. Þau gigg sem bjóða uppá þetta krád eru bestu giggin til að spila á, þau geta kennt manni svo margt á ljúfan máta. Ef þú ert að spila í fyrsta skipti á airwaves, njóttu þess og ekki vera feimin/n að leyfa sjálfum þér að upplifa þig eina/n af krádinu.
Hvaða þýðingu hefur Iceland Airwaves fyrir íslensku tónlistarsenuna?
Uppskera, árshátíð og góð tenging fyrir senuna út í heim.
Hvað hefur þú spilað mest á mörgum tónleikum yfir eina hátíð?
Metið er minnir mig sjö tónleikar árið 2011. Við spilum fjóra tónleika í ár.
Kraftwerk eða Yo La Tengo?
Kraftwerk
Listasafnið eða Harpa?
Fer eftir ýmsu
Með hvaða hljómsveit/hljómsveitum ertu að spila á þessari hátíð og hvar er hægt að fylgjast með þér?
Ég er að spila með Sykur. Hérna er dagskráin okkar —
miðvikudagur = Jör klukkan 17:00 (off venue)
föstudagur = Þjóðleikhúskjallarinn klukkan 2:10
laugardagur = Laundromat Cafe klukkan 15:00 (off venue) og Harpa Norðurljós klukkan 00:40
Eitthvað sem þú villt koma á framfæri að lokum?
Hlakka til að sjá ykkur elskur! LET’S GO!
Diskóboltarnir í Boogie Trouble deildu ábreiðu sinni af Britney Spears slagaranum Toxic á Soundcloud síðu sinni í gær, fríkeypis til niðurhals og streymis. Það hefur síðustu misseri ómað ótt og títt á tónleikum sveitarinnar en í meðförum hennar er það grúvað allharkalega upp með skokkandi diskóbassa og suddalegum sörfgítar. Lagið er tilvalið veganesti inn í helgina og hægt er að hlusta á ábreiðuna, eða jafnvel setja hana á í partýi, hér fyrir neðan. It’s Britney, bitch!
Nýjasta breiðskífa Arcade Fire, Reflektor, hefur nú verið gerð aðgengileg til streymis á youtube vefnum. Platan kemur opinberlega út á mánudaginn en datt á netið í dag og eru þetta væntanleg viðbrögð hljómsveitarinnar við lekanum. Heimasíða hljómsveitarinnar þar sem hlekkjað er á streymið liggur nú niðri, væntanlega vegna fjölda heimsókna, en lesendur geta sparað sér það vesen og streymt plötuna hér fyrir neðan.