Nýjasta plata Cut Copy aðgengileg

Fjórða breiðskífa Cut Copy flokksins, Free Your Mind, hefur verið smellt á heimasíðu hljómsveitarinnar og gerð aðgengileg til hlustunar. Áherslur plötunnar eru í takt við fyrra efni og enginn stökkbreyting á sér stað í þróun tónsmíða þó sýru hús tónlist fái aukið vægi að þessu sinni. 4 smáskífur af plötunni höfðu áður fengið að líta dagsins ljós en í heildina eru lögin 14. Dansþyrstir aðdáendur bandsins ættu að fá eitthvað fyrir sinn snúð þó þetta sé eitthvað frá því besta sem heyrst hefur frá sveitinni.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *