Nýtt lag frá Good Moon Deer

Rafdúettinn Good Moon Dear sem er skipaður þeim Guðmundi Inga Úlfarssyni og Ívari Pétri Kjartansyni sendi frá sér nýtt lag í dag sem ber heitir Again. Lagið er marglaga samsuða úr brotnum töktum, klipptum hljóðbútum og angurværum melódíum; í senn flókið og kaflaskipt, en þó einfalt og aðgengilegt áhlustunar. Hægt er að hlusta á lagið hér fyrir neðan eða njóta þess á þar til gerðri heimasíðu sem myndskreytir lagið.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *