Casablancas og Pharrel Williams á nýju Daft Punk?

Nýja Daft Punk platan sem allir diskóboltar og danstónlistarnerðir heimsins bíða eftir eins og endurkomu krists kemur út 21. maí en í dag bárust fregnir af öllum tónlistarmönnum sem leika gestahlutverk á henni. Áður hefur verið sagt frá því að Nile Rodgers og Giorgio Moroder hafi komið að gerð hennar en í dag upplýsti franska vefsíðan konbini.com að Julian Casablancas, söngvari Strokes, syngi í einu lagi og Pharrel Williams í tveimur. Þar kemur einnig fram að Noah Lennox úr Animal Collective syngi eitt lag og gamla House-kempan Todd Edwards, sem einnig söng á Discovery, annað. Þetta hefur þó ekki verið opinberlega staðfest af Daft Punk-liðum en upplýsingarnar koma þó heim og saman við það sem áður hefur komið fram um plötuna. Ef þetta er rétt er svo sannarlega enn meiri ástæða til að vera spenntur, fréttaritari straums er alla vega við það að pissa á sig. Fyrir neðan má skoða allan gestalistann á plötunni sem að kombini sagði frá en titlar laganna eru enn á huldu.

1 – Nile Rodgers (Guitar), Paul Jackson Jr. (Guitar) – 4:34
2 – Instrumental – 5:21
3 – Giorgio Moroder (Synth) – 9:04
4 – Gonzales (Piano) – 3:48
5 – Julian Casablancas (Vocals) – 5:37
6 – Loose yourself to dance – Nile Rodgers (Guitar), Pharrell Williams (Vocals) – 5:53
7 – Paul Williams (Vocals and Lyrics) – 8:18
8 – Nile Rodgers (Guitar), Pharrell Williams (Vocals) – 6:07
9 – Paul Williams (Lyrics) – 4:50
10 – Instrumental – 5:41
11 – Todd Edwards (Vocals) – 4:39
12 – Noah Benjamin Lennox (Panda Bear – Vocals) – 4:11
13 – Dj Falcon – 6:21

Tónleikar helgarinnar 4. – 6. apríl

 

Fimmtudagur 4. apríl:

Á Kex Hostel mun Grísalappalísa gefa áhugasömum formsmekk af nýrri plötu. Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00

Hljómsveitirnar Legend, Muck og Japam slá til tónleikaveislu á Volta Tryggvagötu 22. Húsið opnar klukkan 21:00 og byrja tónleikarnir stuttu eftir það. Miðaverð er 1000 kr. 

Agent Fresco og Kiriyama Family halda tónleika á efri hæðinni á Faktorý. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00 og kostar 1500 kr inn.

 

Föstudagur 5. apríl 

Plötuverslunin 12 Tónar fagnar nú 15 ára afmæli sínu. Af því tilefni verður opið hús á Skólavörðustíg 15 næstkomandi föstudag, 5. apríl á milli 17 og 19. Hljómsveitin Rökkurró mun leika nokkur lög fyrir gesti og gangandi. Boðið verður uppá veitingar að hætti hússins og eru allir vinir, velunnarar og viðskiptamenn 12 Tóna hjartanlega velkomnir.

Hljómsveitirnar Babies og Beatless leiða sama hesta sína með hjartslætti og rythma svo að allir geti farið dansandi inn í helgina á Faktory. Beatless hefja tónleikana kl 23:00 og Babies spila uppúr miðnætti. Miðaverð er 1000 kr. 

Skúli hinn mennski heldur tónleika á Rósenberg ásamt Þungri byrði. Tónleikarnir klukkan 22:00. Verðið er ákkúrat mátulegt eða 1500 krónur á mann og ofbeldi ógildir miðann.

 

Laugardagur 6. apríl

VORVINIR 2013: Í tilefni af væntanlegri plötuútgáfu hefur hljómsveitin Mammút ákveðið að blása til heljarinnar söfnunartónleika svo hægt sé að klára plötuna með stæl. Uppáhaldshljómsveitir Mammút voru svo yndislegar að leggja bandinu lið og eru þar samankomnar helstu kanónur og snillingar tónlistarsenunnar í dag. Ásamt Mammút munu OJba Rasta, Samaris og Oyama koma fram. Húsið (efri hæð Faktorý) opnar kl 21 og tónleikarnir hefjast STUNDVÍSLEGA kl 22. Miðaverð er 1500 kr. 

Tónlistarmaðurinn Jón Þór mun heiðra tónleikagesti á Bar 11 með nærveru sinni og flytja þar lög af sinni fyrsti breiðskífu, Sérðu mig í lit. Húsið opnar klukkan 21:00 og er aðgangur ókeypis.

Viðtal við Giorgio Moroder um samstarf hans við Daft Punk

Nýju Daft Punk plötunnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og var um daginn settur útgáfudagur á gripinn, 21. maí. Þá var jafnframt tilkynnt um titilinn sem er Random Access Memories og umslag plötunnar. Nú hafa Daft Punk liðar sett á netið viðtal við upptökustjórann fræga Giorgio Moroder um samstarfið við þá á plötunni, hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan.

 

All Tomorrows Parties á Íslandi staðfest

Nú hefur verið staðfest að tónlistarhátíðin All Tomorrows Parties verði haldin á varnarliðssvæðinu í Reykjanesbæ þann 28. og 29. júní næstkomandi. Áður hefur komið fram að viðræður við aðstandendur hátíðarinnar stæðu yfir en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu 6-7 erlendar sveitir koma fram, þar á meðal hljómsveitin Deerhoof. Í tilkynningu frá aðstandendum í dag kemur þó ekkert slíkt fram, aðeins að full dagskrá hátíðarinnar verði kynnt þann 16. þessa mánaðar eða eftir 2 vikur. Hátíðin var fyrst haldin árið 2000 í Bretlandi en hefur síðan fært út í kvíarnar undanfarin ár og meðal annars átt útibú á Spáni, Ástralíu, Japan og Bandaríkjunum og ávallt lagt áherslu á óháða og framsækna tónlistarmenn. Íslenska hátíðin mun fara fram í fyrrum herstöð Bandaríkjamanna, Ásbrú, en þar verða tvö svið þar sem hljómsveitir koma fram og eitt kvikmyndahús sem mun sýna tónlistartengdar myndir meðan á hátíðinni stendur. Nánari upplýsingar og miðasölu má finna á heimasíðu hátíðarinnar.

Retro Stefson í dragi – Nýtt myndband

Nýtt myndband við lagið She said með hljómsveitinni Retro Stefson var frumsýnt í dag. Í því má meðal annars sjá bræðurna Unnstein Manuel og Loga Pedro klædda upp sem dragdrottningar og hóp manna með svínagrímur að breikdansa inn á barnum Harlem. Myndbandinu var leikstýrt af Einari Baldvin Arasyni og framleitt af Pegasus. En sjón er texta ríkari, horfið á myndbandið hér fyrir neðan.

Andrew W.K. spilar með Marky Ramone

Hinn skemmtanaglaði gleðirokkari Andrew W.K. mun í maí halda á stað í tónleikaferðalag ásamt hljómsveit Marky Ramone fyrrum trommara Ramones. Andrew W.K. mun þar syngja fræg Ramones lög með Marky Ramone’s Blitzkrieg. Marky Ramone var annar trommari Ramones og trommaði með sveitinni frá 1978 til 1983 og 1987 til 1996. Hér fyrir neðan má sjá lista yfir tónleika Marky Ramone’s Blitzkrieg á þessu ári og myndband af Marky spila ásamt Ramones á loka tónleikum þeirra árið 1996. 

05-03 New York, NY – Santos Party House
05-09 Novi Sad, Serbia – TRG Slobode
05-10 Rome, Italy – Crossroads Live
05-11 Zaragoza, Spain – Actitude Rock Festival
05-12 Valencia, Spain – Rock City
05-14 St. Petersburg, Russia – ClubZal
05-15 Ekaterimburg, Russia – Tele-Club
05-16 Moscow, Russia – 16 Tons
06-30 Helsinki, Finland – The Circus
07-05 Barcelona, Spain – Sala Razzmatazz
07-07 Attica, Greece – Rockwave Festival
07-19 Altes Lager, Germany – Motorcycle Jamboree
10-02 Washington, DC – 9:30 Club
10-03 New York, NY – Irving Plaza
10-04 Boston, MA – Paradise
10-06 Philadelphia, PA – Theatre of Living Arts
10-08 Chicago, IL – Metro
10-10 Seattle, WA – Neumo’s
10-12 San Francisco, CA – Independent
10-15 Los Angeles, CA – Henry Fonda Theatre
10-23 London, England – Electric Ballroom
10-24 Manchester, England – Academy
10-25 Glasgow, Scotland – Garage

Grísalappalísa með vorboða

Hljómsveitin Grísalappalísa var stofnuð árið 2012 af Gunnari Ragnarssyni og Sigurði Möller Sívertsen úr hinni sálugu Jakobínurínu, Bergi Thomas Anderson úr Oyama, Alberti Finnbogasyni og Tuma Árnasyni úr The Heavy Experience ásamt Baldri Baldurssyni sem semur og syngur ásamt Gunnari metnaðarfulla texta á íslensku. Sveitin gaf út í vikunni sitt fyrsta lag Lóan Er Komin á  gogoyoko. Hljómsveitin gefur út sína fyrstu plötu Ali seinna í vor.  Grísalappalísa heldur tónleika næsta fimmtudag þann 4. apríl á Kex Hostel  þar sem sveitin mun stíga á stokk kl. 21.00 og leika efni af væntanlegri plötu. Hlustið á Lóan Er Komin hér fyrir neðan. 

Hot Chip remixa Dirty Projectors

9. júlí í fyrra gaf hljómsveitin Dirty Projectors út sína sjöttu plötu Swing Lo Magellan og endaði hún í 6. sæti yfir bestu plötur ársins hér í Straumi. Joe Goddard úr Hot Chip endurhljóðblandaði lagið The Soialites  af plötunni nýlega með frábærum árangri. Lagið verður skemmtilega upplífgandi í höndum Goddard og hægt er að hlýða á afraksturinn hér fyrir neðan.

Sónar aftur í Reykjavík á næsta ári

Í dag staðfestu aðstandendur Sónar-Hátíðarinnar að hún verði haldin í annað sinn í Reykjavík á næsta ári. Hátíðin mun fara fram í Hörpunni dagana 13. til 15. febrúar og verður bætt við tveimur auka sviðum á gangi tónlistarhússins auk þess sem sérstakir tónleikar verða haldnir í Eldborgarsalnum. Ekkert hefur enn verið gefið upp um listamenn sem munu koma fram. Fyrsta Sónar-hátíðin í Reykjavík var haldin í febrúar á þessu ári en umfjöllun Straum.is um hana er hægt að kynna sér hér.